Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 39

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 39
ALMANAK 41 foreldra brúðarinnar, en settu brátt bú saman á eigin spýtur og farnaðist vel. Fór það að vonum, því að bæði voru þau hin ráðdeild- arsömustu og lifðu eigi um efni fram, en Guðmundur var hamhleypa að dugnaði og hlífði sér hvergi. Hafði hann á þeim árum, sem hann var til heimilis hjá fóstra sínum Lárusi Frímann við Akra, unnið að skógarhöggi vestur undh Pembinafjöllum og dregið þaðan viðarækin á uxum alla leið til Cavalier-bæjar, að bændavinnu á þeim slóð- um og að járnbrautarvinnu bæði í grennd við Cavalier og í Winnipeg. Eftir að hann fluttist vestur til Mouse River- byggðar, vann hann enn austur í Islendingabyggðinni í Pembinahéraði og annarsstaðar í N. Dakota, meðan bú hans var lítið og heimatekjur rýrar, og féll það þá í hlut konu hans að annast heimilisstörfin, og leysti hún þau af hendi með þeirri forsjá og prýði, sem henni er lagið. En þegar búið óx, og Guðmundur færði stöðugt út kvíarnar, varð hann oft að hafa marga vinnumenn. Hann eignaðist smámsaman fjölda landeigna og kostagóðra, og bústofn að sama skapi. Lýsir búhyggni hans sér meðal annars í því, að hann lagði kapp á það að hafa jafnan hreinræktaðan gripastofn, og átti hann um skeið 400 gripi, en stundaði jafnframt sauðfjárrækt, og mun hafa átt um 800 fjár, þegar flest var. Einnig lagði hann áherzlu á það að hafa aðeins hesta af úrvalskyni. Ber því allt að einum bmnni um ráðdeild hans og búskaparhyggindi, enda hefir hann jafnan viljað vita fótum sínum forráð í öllu og aldrei rasað um ráð fram. Gat eigi hjá því farið, að jafnmikill athafnamaður og ráðdeildar sem Guðmundur, ynni sér tiltrú og traust sveit- unga sinna, enda kom það fljótt á daginn. Honum hafa verið falin fjölmörg trúnaðarstörf innan héraðs og utan, og fer þó mjög fjarri, að hann hafi sókst eftir slíkum virð- ingarstöðum. En allar hefir hann skipað þær með sóma, innt af hendi embættisstörfin með frábærri skyldurækni.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.