Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 39

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 39
ALMANAK 41 foreldra brúðarinnar, en settu brátt bú saman á eigin spýtur og farnaðist vel. Fór það að vonum, því að bæði voru þau hin ráðdeild- arsömustu og lifðu eigi um efni fram, en Guðmundur var hamhleypa að dugnaði og hlífði sér hvergi. Hafði hann á þeim árum, sem hann var til heimilis hjá fóstra sínum Lárusi Frímann við Akra, unnið að skógarhöggi vestur undh Pembinafjöllum og dregið þaðan viðarækin á uxum alla leið til Cavalier-bæjar, að bændavinnu á þeim slóð- um og að járnbrautarvinnu bæði í grennd við Cavalier og í Winnipeg. Eftir að hann fluttist vestur til Mouse River- byggðar, vann hann enn austur í Islendingabyggðinni í Pembinahéraði og annarsstaðar í N. Dakota, meðan bú hans var lítið og heimatekjur rýrar, og féll það þá í hlut konu hans að annast heimilisstörfin, og leysti hún þau af hendi með þeirri forsjá og prýði, sem henni er lagið. En þegar búið óx, og Guðmundur færði stöðugt út kvíarnar, varð hann oft að hafa marga vinnumenn. Hann eignaðist smámsaman fjölda landeigna og kostagóðra, og bústofn að sama skapi. Lýsir búhyggni hans sér meðal annars í því, að hann lagði kapp á það að hafa jafnan hreinræktaðan gripastofn, og átti hann um skeið 400 gripi, en stundaði jafnframt sauðfjárrækt, og mun hafa átt um 800 fjár, þegar flest var. Einnig lagði hann áherzlu á það að hafa aðeins hesta af úrvalskyni. Ber því allt að einum bmnni um ráðdeild hans og búskaparhyggindi, enda hefir hann jafnan viljað vita fótum sínum forráð í öllu og aldrei rasað um ráð fram. Gat eigi hjá því farið, að jafnmikill athafnamaður og ráðdeildar sem Guðmundur, ynni sér tiltrú og traust sveit- unga sinna, enda kom það fljótt á daginn. Honum hafa verið falin fjölmörg trúnaðarstörf innan héraðs og utan, og fer þó mjög fjarri, að hann hafi sókst eftir slíkum virð- ingarstöðum. En allar hefir hann skipað þær með sóma, innt af hendi embættisstörfin með frábærri skyldurækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.