Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 42

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 42
44 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Ellen Mae, f. 24. okt. 1901, gift séra Agli H. Fáfnis, Mountain, N. Dakota. Mabel Emily, f. 4 maí 1904, umsjónarkona í landbún- aði, Fargo, N. Dakota. Estlrer Björg, f. 18. apríl 1909, gift Louis Madsen, sem nú er liðþjálfi (Sargeant) í her Bandaríkjanna í Suður- Þýzkalandi. Carl Julius, f. 3 júlí 1912, kvæntur Lois Emily Beith, landbúnaðarráðunautur, Fargo, N. Dakota. Öll eru börn þeirra Freeman-hjóna mannvænleg mjög, vel gefin og vel menntuð, og njóta almennra vinsælda. Hafa þeir bræður, John, William og Carl (nú lýlega kom- inn úr herþjónustu í sjóliði Bandaríkjanna, meðal annars á Islandi) gegnt opinberum ábyrgðarstöðum í landbún- aðarmálum og getið sér hið bezta orð, og gegnir sama máli um þær systur Emily, sem hefir með höndum um- fangsmikið umsjónarstarf á því sviði, og Esther, sem fram til skamms tíma hefir haft á hendi mikilsvarðandi starf í velferðarmálum. Má því með sanni segja, að þau Guðmundur og Guð- björg hafi átt sönnu barnaláni að fagna, en vitanlega valda þar miklu um hin hollu og varanlegu uppeldisáhrif úr heimahúsum. Þar við bætist stór hópur myndarlegra barna- og bamabarna, og er ættleggurinn því mannmarg- ur orðinn hér vestan hafsins og liggja greinar hans víða. En allur er hinn fjölmenni ættmennahópur samrýmdur mjög, tengdur traustum böndum blóðs og erfða, og kenn- ir þar aftur hinna heilbrigðu og djúpstæðu áhrifa æsku- heimilisins. Eru það þessvegna eigi neinar ýkjur, þá er svo var að orði komist fyrr í grein þessari, að heimili þeirra Guð- mundar og Guðbjargar Freeman hefði verið höfuðból og menningarmiðstöð, því að um svo margt hefir það, beint og óbeint, sett svip sinn á byggðina. Njóta þau hjón einn- ig mikillar virðingar og vinsælda sveitunga sinna og hinna

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.