Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 43

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 43
ALMANAK 45 mörgu annara, sem átt hafa samleið með þeim, eða kynnst þeim eitthvað verulega með öðrum hætti. Lýsti það sér fagurlega og eftirminnilega, þá er gull- brúðícaup þeirra var hátíðlegt haldið að heimili þeirra í Upham, N. Dakota, og í kirkjunni þar, þ. 26. júní 1938. Var það sérstaklega virðulegt og ánægjulegt hátíðahald, og mjög fjölmennt, bæði af íslenzkum ættingjum þeirra og vinum og hérlendu vinafólki. Voru þau gullbrúð- kaupshjónin hyllt í mörgum ræðum og snjöllum, þökkuð margháttuð og víðtæk starfsemi þeirra, manndómur og drenglund, og sæmd góðum gjöfum. Þá bárust þeim og samfagnaðar- og heillaóskaskeyti víðsvegar að, og bar þetta allt því órækastan vottinn, hve mikil og djúp ítök þau eiga í hugum samferðasveitarinnar nær og fjær. Með- al annars var lesið upp í gullbrúðkaupinu eftirfarandi kvæði eftir höfund þessarar greinar og þykir honum vel sæma að hafa það að niðurlagsorðum hennar: Heillaríkrar hálfrar aldar ljómi himinbjarma vefur ykkar sali, þennan gullna dag, er glöðum rómi gamlar raddir óma, líkt og hjali sumarblær við blóm á mildu kveldi, bjart og hlýtt í minninganna veldi. Vinir fagna förnum yfn árum. Fögur hlær við augum hðna tíðin, sigurrík, þó syrti stundum hríðin, sykkju vonarskip á úfnum bárum. Skýrast nú í skuggsjá hálfrar aldar skörulegar dáðir—mörgum faldar.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.