Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 59
ALMANAK
61
arstungu, eru þar tvær gagnmerkar ættir. Olga er ein af
hinum nafnkunnu Friðrikssons systrum, (Mrs. T. E. Thor-
steinson, Mrs. B. S. Johnson, Mrs. A. S. Arason og Miss
Ruby Nanna). Og saga Óla væri ekki nema hálfsögð, ef
hennar væri ekki getið. Foreldrar hennar voru nafnkunn
fyrir dugnað og skörungsskap, og félagsstarfssemi í Ar-
gyle byggð, heilan mannsaldur. Og hér hefir eplið ekki
fallið langt frá eikinni. Hún er frábær myndarkona, bæði
í sjón og reynd. Olga er hreinhjörtuð, vinföst, tíguleg á
fæti og fríð sýnum. Viðsýn í hugsun og félagskona, sem
bezt getur. Hefir hún tekið veigamikinn þátt í safnaðar
starfi og öðrum almennum félagsmálum, sem og í kven-
félag Frelsissafnaðar.
Heimili þeirra Óla og Olgu hefir verið höfuðból, með
mesta myndarbrag. Þar hefir ætíð verið gott að koma,
því gestrisnin hefir brosað á hverjum fingri. 1 húsinu
þeirra hefir jafnan verið bjart. Húsfreyjan hefir ekki
þurft að sækja sólskin út í svuntunni sinni, eins og konan
í þjóðsögunni. Þar hefir verið nóg sólskin um allan bæ-
inn. Ef öll hjón væru eins og Óli og Olga, og öll heimili
eins og þeirra heimili, þá væri lífið fegurra og heimurinn
bjartari. Börn þeirra eru óskabörnin. Esther Vilborg, gift
Arnóri Ingjaldson í Winnipeg. Hún er fríðleiks kona.
Hefir yndislega söngrödd og skemti oft á samkomum,
gleðimótum og í kirkju, með fögrum söng, af fúsleik og
glöðu geði.
Skafti, sonurinn, sem nú hefir tekið við búinu, var
lengi í canadiska flughernum hér og á Englandi. Hann
var sendur heim og leystur frá herþjónustu fyrir stríðs-
lok, vegna heilsubilunar. Hann er myndarmaður. Kvænt-
ur er hann hérlendri konu. Þau Óli og Olga hafa átt prúð-
ann og manndómsríkann æfiferil. Þau eru nú á bezta
aldri, eftir langt dagsverk. Vér óskum þeim langra líf-
daga og megi hamingjusólin, björt og hrein, skína yfir
æfibraut þeirra, til daganna enda. Megi Argyle byggð
og Islendingar eiga marga þeirra líka.