Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 74

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 74
76 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: var séra Valdimar J. Eylands, er verið hafði varaforseti nokkur síðustu árin, kosinn forseti. Á fundi stjórnarnefnd- ar stuttu eftir þingið var Gísli Jónsson prentsmiðjustjóri endurkosinn ritstjóri “Tímarits” félagsins. 29. febr.—Dr. John C. West, forseti ríkisháskólans í Norður-Dakota, séra Albert Kristjánsson, fyrrv. forseti félagsins, og prófessor Ásmundur Guðmundsson kosnir heiðursfélagar í Þjóðræknisfélaginu. Marz—Blaðafréttir greina frá því, að nökkru áður hafi heimaþjóðin íslenzka heiðrað Sigurð Helgason (H. S. Helgason) tónskáld og söngstjóra í Blaine, Washington, með því að senda honum stóra fjárupphæð og skrautritað ávarp í þakkar- og viðurkenningarskyni fyrir skerf hans til íslenzkrar söngmenntar og fyrir margra ára víðtækt starf hans á því sviði vestan hafs. Var honum sá sómi sýndur sérstaklega fyrir hið fagra og tilkomumikla lag hans við kvæðið “Skín við sólu Skagafjörður”, sem löngu er víðfrægt og vinsælt orðið meðal Islendinga beggja megin hafsins. 22. apríl—Varð Arinbjöm S. Bardal útfararstjóri átt- ræður. Er hann löngu kunnur fyrir þáttöku sína í félags- málum Islendinga vestan hafs, einkumbindindismálumog kirkjumálum. Hefir hann árum saman verið Stórtemplar Goodtemplarareglunnar í Manitoba og var einnig um skeið forseti Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. 23. apríl—Mrs. Björg V. Isfeld endurkosin forseti Win- nipegdeildar Hljómlistarfélags Manitoba (Registered Music Teachers Ássociation) á ársfundi félagsins. Apríl—Dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamál- um og bókmenntum við ríkisháskólann í Norður-Dakota, kosinn heiðursfélagi í skáldafélaginu, “The Midwest Fed- eration of Chapparral Poets” í Bandaríkjunum. 10. maí—Útskrifuðust eftirfarandi nemendur af ísl- enzkum ættum af fylkisháskólanum í Saskatchewan (Uni- versity of Saskatchewan):

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.