Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 78

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 78
80 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Júlí—Miss Vordís Friðfinnsson (dóttir Mr. og Mrs. Kristmundar Friðfinnsson, Geysir, Man.) og Miss Borga Sigurdsson (dóttir Mr. og Mrs. Kristján Sigurdsson, Geys- ir, Man.) báru sigur úr býtum í ræðusamkeppni á þingi Samvinnufélaga bænda í Manitoba (Manitoba Federa- tion of Agriculture and Co-operatives), er háð var í Win- nipeg. Ungmenni víðsvegar úr Manitoba-fylki tóku þátt í samkeppninni. 18. júlí—Sveinbjöm Stefán Björnson (sonur Sveins læknis og Marju Björnson, Ashem, Man.) og Sveinn Hall- dór Octavíus Eggertson (sonur Árna lögfræðings og Maju Eggertson í Winnipeg) útskrifuðust í læknisfræði frá læknaskóla Manitoba-fylkis. Stundar hinn fyrrnefndi lækningar í félagi við föður sinn í Ashern, en hinn síðar- nefndi stundar lækningar við Manitoba ClinicíWinnipeg. 21. júlí—Vígð við fjölsótta og veglega athöfn kirkja í Piney, Man., sem byggð hafði verið af öllum kirkjuflokk- um þar sameiginlega. Meðal ræðumanna voru séra Philip M. Pétursson, Winnipeg, og séra Skúli J. Sigurgeirsson, Gimli, Man., er fluttu kveðjur kirkjufélaga sinna. Júlí-1 þeim mánuði var Mrs. Björg V. Isfeld kosin í framkvæmdarnefnd hins fjölmenna félags canadiskra hljómlistar-kennara (Can. Federation of Music Teachers Association) á þingi þess í Toronto, Ont. 28. júlí—Fjölmennur íslendingadagur haldinn í Blaine, Wash. Fyrr í mánuðinum (þ. 6. júlí) höfðu íslenzkir náms- menn vestur þar efnt til fjölsóttrar lýðveldishátíðar í Los Angeles, Calif. 31. júlí—Sendiráð Danmerkur í Washington, D.C. til- kynnir, að Danakonungur hafi sæmt dr. Richard Beck dönsku frelsisorðunni (“Kong Christian den Tiendes Fri- hedsmedaille”) í viðurkenningarskyni fyrir störf hans í þágu Danmerkur á stríðsárunum. 5. ágúst—Islendingadagur haldinn að Gimli við óvenju mikla aðsókn. Guðmundur Jónsson söngvari, er fenginn hafði verið til að skemmta á hátíðinni alla leið vestan úr

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.