Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 87

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 87
ALMANAK 89 ára aÖ aldri. Ættaður frá Holtum í Austur-Skaftafellsýslu og kom vestur um haf 1903. Hafði átt heima í Nýja íslandi, Sas- katchewan og Winnipeg. 16. Carl F. Frederickson, á St. Paul sjúkrahúsinu í Vancouver, B.C. Fæddur í Argyle-byggð í Manitoba 30. des. 1886. Foreldrar: Tryggvi Frederickson og Valgerður Jónsdóttir (systir dr. B. B. Jónssonar og þeirra systkina). 18. Margrét Guðmundsdóttir frá Stekkholti í Biskupstungum, ekkja Gabríels Gabríelssonar, í Leslie, Sask., hnigin að aldri. 19. Prófessor Sveinbjöm Johnson, að heimili sínu í Champaign í Illinois-ríki í Bandaríkjunum. Fæddur að Hólum í Hjaltadal 10. júlí 1883. Foreldrar: Jón skipstjóri Jónsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Fluttist barnungur vestur um haf. Víðkunnur menntamaður og forystumaður á stjórnmálasviðinu. (Smbr. grein um hann í Almanakinu 1943). 22. Bjarni Sturlaugsson, að heimili sínu í Wynyard, Sask. Fæddur 1865, en fluttist vestur um haf til N. Dakota 1884, seinna til Winnipegosis, Man., en átti heima i Wynyard og grennd síð- an 1908. 22. Jónas Helgason Goodman, landnámsmaður frá Upham, N. Dakota, á St. Luke sjúkrahúsinu í Bellingham, Wash. Fæddur 23. apríl 1873 á Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Foreldrar: Ilelgi Guðmundsson og Helga Eyvindardóttir. Flut- tist ungur að aldri með foreldrum sínum til Élk Rapids í Michi- gan-ríki, þaðan stuttu síðar til Hallson-byggðar í N. Dakota og árið 1887 til hins nýja íslenzka landnáms í Mouse River daln- um í N. Dakota. (Sjá Almanak 1913. 25. Skáldkonan Guðrún H. Finnsdóttir, kona Gísla Jónsson prent- smiðjustjóra, að heimili sínu í Winnipeg. Fædd á Geirólfsstöð- um í Skriðdal 6. febr. 1884. Foreldrar: Finnur F. Björnsson og Bergþóra Helgadóttir. Fluttist vestur um haf með manni sín- um 1904 og höfðu jafnan síðan verið búsett í Winnipeg. Hafði getið sér mikið orð fyrir ritstörf sín og tekið margháttan þátt í vestur-íslenzkum félagsmálum. (Smbr. minningargrein um hana í þessum árgangi Almanaksins). 27. Skúli Vilberg Eldjámsson, sjómaður í verzlunarflota Canada. Fæddin 10. febr. 1910. Foreldrar: Stefán og Ingigerður Eldj- ámsson, er bjuggu í grennd við Gimh, Man. 28. Ekkjan Guðrún Goodman, á elliheimilinu "Betel” að Gimli, Man. Fædd 26. ágúst 1857 á Kalstöðum í Miðdal í Dalasýslu. Foreldrar: Jóhannes Halldórsson og Guðríður Guðmundsdóttir. Kom til Canada 1902 og hafði stöðugt átt heima í Manitoba. 29. Bjöm Pétursson, fyrrum kaupmaður í Winnipeg, að heimili sínu í Vancouver, B.C. Fæddur 1871 á Ytri-Brekkum í Skaga- firði. Foreldrar: Páll Bjömsson og Margrét Bjömsdóttir. Flutt- ist vestur um haf til Norður-Dakota með foreldrum sínum 1883. Albróðir dr. Rögnvaldar Pétursson og þeirra systkina.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.