Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 89

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 89
ALMANAK 91 vestur um haf með manni sínum, Ásgeir Tryggva Jónassyni, 1894. (Sjá dánarfregn hans í “Mannalát”, febr. þ.á.). 15. Guðmundur Jónas Goodman, á heimili sínu að Lundar, Man. Fæddur 8. apríl í Spónsgerði í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar: Bjami Guðmundsson og Ólöf Sigurðardóttir. Flutt- ist til Vesturheims tíu ára gamall. Átti um langt skeið heima í íslenzku byggðinni við Vogar, Man., en síðustu árin að Lundar. 17. Guðfinna Thordarson, ekkja Jóns Thordarson, á sjúkrahúsinu í St. Boniface, Man., hnigin að aldri. Fædd á Litla-Ármóti í Hraungerðishrepp i Árnessýslu og kom til Canada 1886. Þau hjón vom búsett í Langruth-byggð í meir en 40 ár. 17. Guðrún Þorsteinsdóttir Sveinbjörnsson, ekkja Guðmundar Sveinbjörnssonar, á sjúkrahúsinu í Yorkton, Sask. Fædd að Haugshúsum á Álftanesi í Gullbringusýslu 31. júlí 1862. For- eldrar: Þorsteinn Jónsson og Kristin Guðmundsdóttir. Fluttist til Canada um aldamótin og námu þau hjón land í Þingvalla- byggðinni í Saskatchewan. 18. Guðríður Elíason, ekkja Elíasar Elíason, að heimili Sigurðar sonar síns í St. Vital, Man., 74 ára að aldri. 22. Lúðvík Herman Jón Laxdal, smiður og fyrrv. kaupmaður, að heimili sínu í Milwaukee, Oregon, rúmlega áttræður. Fæddur á Akureyri. Foreldrar: Sigurður og Katrín Laxdal. Kom vestur um haf 1887; hafði verið búsettur í Winnipeg, Saskatchewan og síðast í Oregon. MAl 1946 1. Guðrún Sigríður Markúsdóttir Simpson, kona Guðmundar Sig- urðssonar Simpson, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd þar í borg 25. marz 1884. Foreldrar: Markús Jónsson og Margrét Jónsdóttir. 4. Nýmundur Sakarias Jósephson, bóndi frá Wynyard, á sjúkra- húsi í Regina, Sask. Fæddur 15. okt. 1870. Fluttist ungur að aldri vestur um haf til Garðar-byggð í N. Dakota. Nam land í Vatnabyggðum í Saskatchewan laust fyrir aldamótin og hafði verið búsettur þar síðan . 11. Ingibjörg Jósefsdóttir Johnson, kona Kristjáns Johnson, að heimili sínu í Winnipeg. Fædd á Hrafnstöðum í Laxárdal i Dalasýslu 27. maí 1873. Foreldrar: Jósef Stefánsson frá Ása- stöðum í Húnavatnssýslu og Jóhanna Bjarnadóttir frá Stykkis- hólmi. Kom með þeim vestur um haf til Winnipeg 1883. 14. Sigrún Jónína Júlíus, ekkja Jóns Júlíus, að heimili dóttur sinnar, Mrs. B. S. Benson, í Winnipeg. Fædd að Rauðá í Barðardal 11. maí 1862. Foreldrar: Jón Þorsteinsson frá Starastöðum í Hörg- árdal og Sigurlaug Sæmundsdóttir, ættuð frá Engidal í Bárð- ardal. Fluttist vestur um haf til Winnipeg í “stóra hópnum” 1876. Forystukona í kirkjulegum félagsmálum lúterskum. 15. Högni Einarsson, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Horn- firðingur að ætt, fæddur 19. apríl 1886. Bróðir Stefáns Einars-

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.