Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 97

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 97
ALMANAK 99 11. júní 1873. Foreldrar: Páll Jónasson og Sigurbjörg Helga- dóttir. Fluttist vestur um haf til Winnipeg 1897, hvarf heim aftur aldamótaárið, en kom vestur á ný ári síðar, og nam tveim árum seinna land að Lundar og var síðan búsettur á beim slóðum. Bróðir þeirra Jónasar tónskálds og skáldanna Kristjáns og Páls Pálssona. 12. Anna Bergþórsson, kona Kristjáns G. Bergþórsson verzlunar- manns, á heimili sínu í Wynyárd, Sask. Fædd að Glæsibæ við Eyjafjörð 8. des. 1882. Foreídrar: Friðrik Svarfdal hreppstjóri Þorsteinsson og Ólína Ámadóttir. Kom til Vesturheims með foreldrum sínum 1889, og átti framan af árum heima í N. Dakota og Winnipeg. 17. Jón Einarsson, frá Lundar, Man., á Grace sjúkrahúsinu í Win- nipeg. Fæddur í Geirshíð í Fjókadal í Borgarfjarðarsýslu 2. ágúst 1860. Foreldrar: Einar Jónsson og Þórdís Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf til New York 1887, en 10 árum síðar til Winnipeg og aldamótaárið til Lundar. 19. Arnfinnur (Ari) Jónsson, á sjúkrahúsinu í Eriksdale, Man. Fæddur að Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu 9. des. 1876. Foreldrar: Jón Arnfinsson og Sveinbjörg Sigmunds- dóttir. Fluttist með þeim til Canada 1903 og hafði lengstum síðan átt heima að Vogar, Man., og á þeim slóðum. 19. Kristján Kristjánsson, byggingarmeistari í Winnipeg, á Grace sjúkrahúsinu þar í borg. Fæddur á Heiðurborg í Kaldaðarnes- sókn í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu 12. okt. 1863. Foreldrar: Kristján Vernharðsson og Jórunn Halldórsdóttir. Kom vestur um haf til Winnipeg 1887 og var þar búsettur til dauðadags. 19. Jósafat Ásgeir Pétursson, á sjúkrahúsi í Bellingham, Wash. Fæddur árið 1858 að Svertingsstöðum í Miðfirði í Húnavatns- sýslu. Foreldrar: Pétur Ásgeirsson og Anna Jósafatsdóttir. Fluttist til Vesturheims 1894; var árum saman búsettur í Dulutli, Minn., þvínæst nokkur ár í Mouse River byggðinni í N. Dakota, en síðan á Kyrrahafsströndinni, lengstum í Blaine, Wash. 25. Kristján Jónsson (Johnson) húsgagnasmiður, að heimili sínu í Winnipeg. Fæddur á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi í Snæ- fellsnessýslu 3. sept. 1873. Fluttist vestur um haf með for- eldrum sínum til Winnipeg 1883 og átti þar heima jafnan síðan. 25. Öldungminn Jón Helgason, að heimili sínu í Blaine, Wash., rúmlega 97 ára að aldri. Ættaður úr lsafjarðarsýslu, fluttist til Ameríku 1893 og vestur að hafi 1902.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.