Afturelding - 01.06.1986, Page 3
Guöni Ingvarsson
Salurinn í Betel í
upprunalegri mynd.
Herbert Larsson, frá Svíþjóð til
hjálpar í starfinu, hann spilaði
mjög vel á gítar og söng vel.
Signe Aasbö hafði einnig mjög
mikla og fagra söngrödd. Einnig
kom Þorgeir Sigurðsson til
hjálpar, hann starfaði í Eyjum
um tíma.
Árið 1925 komu hjónin Gyða
og Nils Ramselius og störfuðu til
uppbyggingar og blessunar í tvö
ár, Ramselius hafði fagra og
mikla söngrödd, söng oft ein-
söng.
Fyrsti orgelleikarinn var
Sveinbjörg Jóhannsdóttir
Guðni Ingvarsson. Trúsysturnar
byrjuðu að læra að spila undir-
spil á gítar. Halldóra Þórólfs-
dóttir, Signe Aasbö, Sigríður
Guðmundsdóttir og Kristín J.
Þorsteinsdóttir. Halldóra Þór-
ólfsdóltir var mjög tónviss, þess
vegna var hún forsöngvarinn,
Jónína lngimundardóttir hafði
mikla rödd og söng með en spil-
aði ekki. Allir reyndu að gera
eins og þeir gátu til ellingar starf-
inu, og Drottinn var með og
sýndi áþreifanleg bænarsvör og
veitti gleði og blessun í trúnni.
Ég þakka Drottni fyrir liðinn
tíma og fyrir alla þá bræður og
systur sem hafa unnið að etlingu
hans ríkis í samræmi við hans
orð Biblíuna, sem vísar oss á
veginn sem er Drottinn vor Jesús
Kristur. Ég hefi tekið eftir því að
enn í dag mætir Drottinn þeim
sem leita hans í einlægni á sama
hátt og hann mætti okkur fyrir
60 árum, og það sannar að hann
cr hinn sami í gær og í dag og að
eilífu.
Við skulum hafa það í huga að
það er Jesús Kristur sem gaf líf
sitt á krossinum á Golgata sem
frelsar okkur og enginn annar.
Sveinbjörg Jóhannsdóttir var
mikil andleg móðir fyrir okkur
nýgræðingana. Hún hvatti okkur
að biðja og lesa Biblíuna og svo
sagði hún okkur að þó við gæt-
um ekkert sagt annað í freisting-
um og andlegu stríði en Jesús,
Jesús, þá skyldum við gera það,
því það er lausnarkraftur í nafni
hans.
Signe og Erik Ásbö.