Afturelding - 01.06.1986, Page 5

Afturelding - 01.06.1986, Page 5
► Séð auslur Faxa í brimi. Hjálmar Guðnason Þegar ég hugsa um tilkomu ..Bravó“ útgerðarinnar, hvernig nalhið cr tilkomið og hvernig út- gerðin hefur leiðst, minnist ég bess þegar við Óli Griins eignuð- umst okkar fyrsta bát. Við ætluðum að láta hann heita „BRAVÓ“, en fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyj- um lagðist eindregið á móti því. Hann vildi ekki skrásetja þetta naln á bátinn, taldi það óncfni, eða bara vitleysu. Við drógum í land með nafnið og létum bátinn heita „FLEYGUR“. Sú útgerð endaði með því að „FLEYG- UR“ sökk við Bæjarbryggjuna hér í gosinu 1973 og seldum við hann síðan. I þá daga var hugsun okkar um nafnið ,,BRAVÓ“ kannski mest sprell eða spaug. En seinna komumst við að því, að hér í Vestmannaeyjum hafði verið til bátur með þessu nafni, í eigu Sjólystarmanna, og var mesta happafleyta. Þess vegna var það að næsti bátur, sem við eignuð- umst, var látinn heita ,.BRAVÓ“ og létum við ekki hrekja okkur frá þeim ásetningi. Höfum við síðan átt fimm báta mcð þessu nafni. Útgerðin hefur smátt og smátt vaxið, og sá „BRAVÓ“ sem við eigum núna er 28 feta langur hraðfiskibátur. Liðlega 7 smálestir að stærð, búin 180 ha. FORD SABRE dieselvél, og skilar 20 sjómílna gangi á klst. Það sem er sérslakt við ,.BRAVÓ“ útgerðina, er hvorki stærð, gerð né ganghraði bátsins, heldur að um páskana 1977 frelsuðumst við eigendurnir. Við gerðum iðrun, eignuðumst aft- urhvarf í lífi okkar og lifandi trú á Frelsarann, Drottin Jesúm Krist. Tókum við skírn og geng- um í söfnuð Hvítasunnumanna í Betel í Vestmannaeyjum. Þar eignuðumst við yndisleg systkini og fjölskyldu í Jesú Kristi. Þetta varð til þess að algjör straurn- hvörf urðu í lífi okkar, sem og algjör stefnubreyting á áttavita útgerðarinnar. Um veturinn 1977 höfðum við keypt 22 feta langan hraðbát, sem við hugð- umst nota í skoðunarferðir kringum Eyjarnar með ferða- fólk. Svona ferðir höfðum við lítillega stundað á gamla „FLEYG" á árunum 1970-1971. Afturhvarfið breytti allri okk- ar framtíðarsýn. Gerðum við okkur grein fyrir því að Drottinn hafði ákveðinn tilgang með líf okkar. svo og með útgerðina. Sáum við þennan tilgang í því að þjóna Guði, vitna um náð hans og miskunn, biðja fyrir öllum ferðum og farþcgum og boða þcim trúna á Drottin Jesúm Krist, fyrirgefningu synda og ei- líft líf í hans nafni.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.