Afturelding - 01.06.1986, Síða 8

Afturelding - 01.06.1986, Síða 8
Kveðja frá forstöðu - manninum í Betel Söf'nuður er samfelag trúaðra. Drottinn Jesús er eigandi hans og ræður þar í stóru sem smáu. Allir sem vilja eiga hlut í samfé- lagi trúaðra lúta ekki manna vilja né skipulagi, heldur Guði og Guðs vilja. Okkur er gefin einföld saga í Biblíunni af manni sent er að leita Guðs og vill vera öruggur um eilífðarvelferð sína. „Hvernig á ég aö öðlasí eilíft lif,“ spyr hann. „Hvaö segir lögmál- iö, “ spyr Jesús. „E/ska ska/tu Drottin Guö af öllu hjarta, allri sáltt og öllum mœlli og náung- ann eins og sjálfan þigNíu tíundu trúaðra segjast elska Guð. Það virðist vera einf'alt og sjálf- sagt. Flestir segjast trúa á Guð. Söf'nuðurinn er mikilvægur, bæði sent mælistika á undirgefni þína við Orð Guðs og sem gróð- urreitur svo við megum rækta upp hin kristilegu viðhorf og sambönd sem Guð ætlast til af okkur. Með söfnuðinum er lagt ok, stýring, á alla. Ok er notað til að stýra akuryrkjutólum ákveðna lcið og á ákveðinn hátt. Guð er eigandi akursins og hann ætlast til að akurinn gef'i góðan og mikinn ávöxt. Til að hann gefi ávöxt þurf'um við að hlýða Guði, vera í hans taumi. Söf’nuður eins og Hvítasunnu- söf’nuðurinn hef'ur hlutverki að fiytja Guðs Orð til allra. Við stoppum ekki við einhvern ald- ur, greind eða þroska, við segj- um öllum frá vilja Guðs. Oft reisir fólk sig upp á móti og álas- ar okkur fyrir öf'gatrú, bókstafs- trú og þess háttar. Við vitum að fólki líkarekki alltaf það sem við segjum, en við semjum ekki um það sem Guð hel’ur sagt. Ef við hefðum ekki séð stórkostlegar breytingar á fólki, heimilum og öllu sem fylgir mannlífinu, bara fyrir það að viðkomandi fór að taka mark á Biblíunni og hlýða, þá værum við löngu þagnaðir. En að því að við sjáum árangur, breyttar manneskjur, börn sem hætta að f’á bletti vegna fram- komu lóreldra sinna, glcði í stað sorgar, líf í stað dauða þá lcyfum við okkur að þola titlana „öfga“ og ,,ofsa“. og höldum áfram að boða Guðs vilja hér og nú. Eru það engin verðmæti að þekkja lausnina á vandamálunt manns- ins? Við sjáum að í náinni framtíð mun safnaðarstarfsemi breytast úr litlum söf'nuðum, sem fólk fælist í starf sem nær eyrum þjóðarinnar. Utvarp, sjónvarp, boðveita, þetta eru nokkur orð sem hljóma nú, ekki aðeins tískufyrirbæri heldur tíminn í dag. Þetta er að gerast. Við, sem trúum því að Jesús Kristur sé svarið, - hafi lausnina f'rá synd og boðskapur hans sé þess virði að berjast fyrir - við eigum að þjappa okkur í samstillt átak til björgunar þjóðar okkar. Þú, les- andi minn, þarft að sjá starf safn- aðarins sem björgunar- og lausn- arstarf, scm berst fyrir hamingju og friði milli rnanna en ekki stólahlaupi um völd og virðingu. Okkur vantar þrjátíuþúsund íslendinga sem vilja og þora að standa með söfnuði Jesú Krists, bæði andlega, með því að mæta til samkomanna, og lofa Jesúm Krist. Eins að leggja peninga, vinnu og afia handa sinna í mesta og besta björgunartæki sem nokkurntíma hcfur starfað. Það er lif'andi og Heilagsanda- fylltur söfnuður, þar sem Guð ræður. Viltu vera rneð? Viltu taka þátt? Viltu gera landi þínu, byggð þinni og heimili gagn? Snorri Oskarsson, forstöðumaður.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.