Afturelding - 01.06.1986, Side 9

Afturelding - 01.06.1986, Side 9
<§> Fannberg Jóhannsson Kúvending Það eru margir sem segjast vera trúaðir, og þar með sann- kristnir. Þeir segjast trúa á Guð íöður, Soninn og Heilagan anda. En það er víðsfjarri að nokkur sé sannkristinn, þótt hann trúi að heilög þrenning sé til, ei' hann vill ekki breyta eftir því sem Biblían kennir. Eins er líka trúin dauð í sjáll'ri sér, vanti hana verkin, segir í Jakobsbréfi 2:17. í Mattheus 16:24 mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn ogfylgi mér. “ hetta er einhver erfiðasta ákvörðun mannsins — að taka upp sinn kross og fylgja Jesú. Það þarf mikla djörfung, til að kannast við Krist, og játa hann sem frelsara sinn. Því þetta er eins og eitthvert feimnismál að tala um Drottin sinn og frelsara. En hvað er það sem Jesús segir á einum stað í Biblíunni? „Hver sem ekki kannast við mig fvrir 'ttönnum, við hann mun ég heldur ekki kannast fyrir föður mínum i himninum. “ Á fimmtíu ára sjómannsferli mínum stóð ég eitt sinn frammi fyrir þeirri vandteknu ákvörðun að „kúvenda“ sem kallað er á sjómannamáli. Það er sú ákvörðun sem getur haft úrslita- vald til lífseða dauða. Framund- an var ekkert annað en tortíming og dauði þegar þessi skipun var gefin á seglskipunum hér áður fyrr. Þetta var eina bjargráðið, eina lífsvonin og þá þýddi ekki að hika. Eg var einn í þeirra hópi, sem ég talaði um hér í upphafi, ég taldi mig trúaðan mann. Þegar ég fór að lesa Biblíuna, þá sá ég að það vantaði mikið á. Ég gekk ekki á þeim vegi sem Biblían bendir hverri sannkristinni manneskju að hún skuli ganga á. í Mattheus 7:13-14 stendur: „Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn hreiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir sem þarfara inn. Hve þröngl er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lifsins, og fáir þeir semfinna hann. “ En þú, kæri vinur, sem lest þessar línur, treystu því og trúðu að einmitt þú sért einn af þess- um fáu sem finna mjóa veginn. Við getum öll fundið hann, aðeins að hætta að ganga breiða veginn. Bið þú Guð um fyrir- gefningu á syndum þínum og hann mun mæta þér. Þegar ég las kaflann í Jóhann- es 3:1-21 þá sá ég hvað mér bar að gera, og það var að ,,kú- venda" í annað sinn. Ég varð al- gerlega að breyta um stefnu, ef ég átti að bjargast. Og það var það sem ég gerði. Drottinn leiddi mig inn á mjóa veginn, og þar vil ég halda mig, með Guðs hjálp. Kæru vinir sem lesið þetta, dragið ekki að gera ykkar aftur- hvarf því okkur er ekki gefið að vita hve hratt 1 ífsfiey okkar skríður. Skriðmælirinn er í hendi Drottins. Við vitum ekk- ert fyrr en allan vind tekur úr seglum og allt verður hljótt. Þá er of seint að gera ráðstafanir. Drottinn blessi ykkur öll. Fannberg Jóhannsson.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.