Afturelding - 01.06.1986, Page 13
<1
verið í i'orsvari sunnudagaskól-
ans í Betel. Barnaskarinn er
minni en þegar ég sótti skólann á
barnsaldri, en þeir sem leggja
hönd á plóginn eru fleiri og mjög
duglegir starfskraftar Drottins.
k Þannig er hljómsveitin samsett
af gítar, bassa, trompeti, klarin-
etti, saxófón, trommum og
píanói. Get ég fullyrt að þetta er
einstakt í sunnudagaskóla.
Fræðslan í orðinu fer fram með
ýmsu móti. Notaðar eru flan-
elografsmyndir, myndvarpi, lit-
skyggnur, sem segja frá sögum
Biblíunnará myndrænan hátt og
síðast, en ekki síst, cr krítartafla
og tússtafla mikið notuð til að
teikna á myndir sem hæfa hverri
sögu. Þá koma einnig við sögu
brúður.
Það er margt einstakt í sunnu-
dagaskólanum, sem betra er að
sjá en heyra um. Því er nú á döf-
inni undirbúningur að sjón-
varpsmyndagerð, þar sem fest
verður á myndbönd margvíslegt
efni, sem svo verður hægt að
miðla til sem flestra. Þannig er
uppbygging sunnudagaskólans
að breytast úr klukkustundar
samkomu, einu sinni í viku, í
samverustundir, sem hægt verð-
ur að hafa heimavið hvenær sem
er vikunnar. Þetta verður að ger-
ast, þarsern baráttan um sálirnar
er nú harðari en nokkurntíma
f'yrr. Af hverju koma færri börn í
sunnudagaskólann nú, en í
„gamla daga“ ? Afþreyingarefn-
ið, sem börnum er boðið upp á,
* er orðið svo mikið í sjónvarpi og
videói að það tekur hug þeirra
allan. Krislilegt efni er þar varla
til enn sem komið er.
Börnin eru sá akur en mesta
ávöxtin geta gefið.
„Sjá, uppskeran er mikil, en
verka menn irn irfáir. ‘ ‘
KMO