Afturelding - 01.06.1986, Síða 14
Snorri Oskarsson
Starfsemin í Betel
Vestmannaeyingar hafa tekið
eftir því sem föstum lið í bæjar-
blöðunum að við auglýsum
reglulega samkomur allt upp í
fimm kvöld í viku.
Við mætumst til að lofa Drott-
in og þjóna Jesú Kristi. Fimm
kvöld í viku á samkomu. Það er
nú nokkuð mikið, finnst þér
ekki? í Biblíunni er sagt að þeir
komu daglega saman einum
huga, (Post. 2:46). Og meira að
segja er sagt hvernig samkom-
urnar hafi verið. Þeir komu til
að lofa Drottin, (Post. 2:47).
Á sunnudögum kl 16:30 erum
við með boðunarsamkomu. Þar
sem Orðið er boðað vinnur það
á tvennan hátt. Margir ásaka
okkur fyrir að vera alltaf’ að
dæma fólk. En nokkrir koma þó
á samkomur til okkar og gleðjast
með okkur yfir öllu því sem Guð
vill að komi fram í lífi okkar. En
hvað með þetta að dæma? Jú
það fylgir boðun Fagnaðarerind-
isins því Fleilagur andi sannfærir
heiminn um synd, réttlæti og
dóm, (Jóh. 16:8). Þessi einkenni
hafa fylgt orði Guðs frá því Guð
þurfti að fara að eiga við rang-
snúið hjarta mannsins, til dæmis
um 600 fyrir Krist, (sjá Jesaja
28:13). Við getum ekki tekið
brodd fagnaðarerindisins úr ræð-
um okkar, því ekki boðum við
okkur sjálf heldur Jesúm, (Post.
10:42). Við erum erindrekar
hans, (1. Kor. 5:20). Samkom-
urnar á sunnudögum eru því
eingöngu til að reka erindi Jesú
Krists og Guðs.
Á fimmtudagskvöldum aug-
lýsum við Biblíulestra kl. 20:30.
Þar er markmiðið að auka við
þekkingu okkar á innihaldi
Biblíunnar. ,,Himinn og jörð
líða undir lok en orð mín munu
aldrei undir lok liða", (Matt.
24:35). Ekki getum við vitað
vilja Guðs ef við höfnum Biblí-
unni. í trúmálum eru margir
kennarar og íjöldi trúarhreyfinga
slíkur, að ekki er auðvelt fyrir
fólk að vita hvað af öllu þessu
framboði er frá Guði. Menn
verða vegvilltir og láta leiðast frá
Guði, ef Orð Guðs, Jesús Kristur
fær ekki áheyrn hjá þeim, (Matt.
22:29). Það er líka rauður þráð-
ur í Postulasögunni að við
hverja samkomu og í hverri
predíkun var Guðs orðið boðað
og látið hafa stýrandi áhrif á
söfnuðinn, (Post. 6:2). Við það
að Orð Guðs, Jesús Kristur, fær
að tala, mótast hinn trúaði til
persónu hans og Fleilagur andi
gefur okkur eiginleika sem Guð
hefur. (Jóh. 14:23) Það er nefni-
lega ekki hægt að vera kristinn
og fara sinn eigin veg, gera það