Afturelding - 01.06.1986, Side 15
sem þér sýnist. Við erum kölluð
til að Guð hafi allan rétt í lífi
okkar á jörðu. Til að geta gert
Guði til hæfis verður Jesús
Kristur að vera frelsari þinn og
þú þjónn hans, ekki herra.
Daglega komum við saman í
Betel, oftast til að biðja. Klukk-
an fimm síðdegis frá mánudegi
til föstudags er opið hús til að
ákalla Drotlin. Við bjóðum fólki
að hringja eða koma og Ieggja
fram það málefni sem liggur
þyngst á þvi í það og það skiptið
og við biðjum fyrir málefninu.
Islendingar eru feimnir að viður-
kenna mikilvægi þess að fela
Guði mál sín. En þetta kennum
við og Ieggjum þunga áherslu á
til að vera biblíuleg - trúa og gera
eins og ritað er, (Fil.4:6-7). Það
er líka mjög mikilvægt að gera
sér grein fyrir hverskonar bæn-
um Guð hefur áhuga á. Það er
þeim sem lúta að því að Guð fái
ráðið, leiðbeint og stýrt. Margir
vilja fá milljónina eða vinning-
inn og geta jafnvel sagt: „Jæja,
Guð, hjálpaðu mér núna svo ég
geti ..." (Jak. 4:3). Bænin er okk-
ur gefin til að Guðs vilji verði,
(Matt.6:9). Bænin er þess vegna í
söfnuði Guðs til að vilji og eðli
Jesú Krists sé meðal okkar.
Við biðjum til Jesú. Nefnum
hans nafn og endum bænina í
Jesú nafni. Guð og Jesús eru eitt,
þess vegna biðjum við líka til
Jesú Krists, (Jóh. 16:15 og Post.
7:59-60). Jesús bað, postularnir
báðu, söfnuðurinn bað og við í
Betel biðjum - sá Guð, sem gaf
okkur Jesúm, fær bænir okkar og
veitir okkur allt sem við þurfum
til að enn fleiri fái að kynnast
frelsaranum Jesú og eignast ei-
lífðina með Guði.
Brauðsbrotningin er athöfn
sem í daglegu tali nefnist altaris-
ganga og þessi athöfn er nefnd í
Biblíunni kvöldmáltíð eða borð
Drottins. í Postulasögunni 2:42
er okkur sagt að lærisveinarnir
hafi brotið brauðið. Þess vegna
köllum við athöfnina brauðs-
brotningu. En hvað hún heitirer
ekki aðalatriði heldur hvað hún
táknar. Við boðum dauða og
upprisu Jesú Krists í athöfninni.
Þá viðurkennum við að Jesús dó
fyrir okkur í synd, reis frá dauð-
um til að við i honum fáum
einnig að rísa upp frá dauðum,
og að síðustu þá minnumst við
þess í brauðsbrotningunni að
Jesús á eftir að koma aftur í skýj-
um himins til að taka þá sem eru
frelsaðir og játa hann sem Son
Guðs. Eftir það verður skelfing
og hryllingur frá upphafi til
enda. Til hvers að velja kvöl,
hörmungar og ríki djöfulsins í
stað þess að ganga Jesú Kristi á
hönd, lála frelsast. Þú veist hvað
fylgir. Og hugsaðu þér. Þú sem
hefur ekki þorað að láta frelsast
og vera sannkristinn bara af
hræðslu við mcnnina. En Guð
gefur það dýrmætasta sem hann
á, bara til að þú fáir að ciga eilíft
líf i og fyrir Jesúm Krist. Finnst
þér Guð ekki hafa gert vel til
þín?