Afturelding - 01.06.1986, Qupperneq 26
unar fyrir börn og rekstarleyfi
fyrir leikskóla. Þegar bciðni um
að reisa og reka leikskóla var af-
greidd í bæjarstjórn, var þess get-
ið í bæjarblaði undir yfirskrift-
inni „Börn og bænir“. 27. júní
1982 var komið saman hér á
lóðinni og lesið Guðs Orð, beðin
bæn og þær byggingarfram-
kvæmdir sem í vændum voru og
fyrirhuguð starfsemi hér falið í
hendur hins almáttka Guðs. 22.
desember 1985 var gleði í
margra hjörtum. því þá var flutt
hingað í Skarðshlíð 20.
Fimmtíu ár eru nú Iiðin frá
formlegri stofnun Hvítasunnu-
safnaðarins hér í bæ. Enn í dag
spyr ef til vill einhver: „Hvíta-
sunnusöfnuður, hvað er það?“
Það hlýtur að vera eitthvað sem
stendur í beinu sambandi við
orðið „hvítasunna“, og þá langar
ntig til að vísa til Postulasögunn-
ar 2. kafla: „Og er nú var kom-
inn livílasunnudagurinn, voru
þeir allir saman komnirá einum
stað, og skyndilega varð gnýr af
himni, eins og aðdynjanda
sterkviðris og fyllti allt húsið,
sem þeir sátu í, og þeim birtust
tungur, eins og af eldi vceru, er
kvísluðust og settust á einn og
sérhvern þeirra, ogþeir urðu all-
ir fullir af Heilögum anda og
tóku að tala öðrum tungum,
eins og andinn gaf þeim að
mœla. “ Þið ættuð gjarnan að lesa
þennan stórkostlega kafla í
heild. Þar er sagt frá lærisveina-
hópi sem var í bæn og hvernig
lifandi kraftur Guðs kom yfir þá.
Lærisveinarnir voru búnir að
vera vitni að krossfestingu
Drottins síns Jesú Krists, upp-
risu og himnaför og þeir voru
þarna í loftstofunni í bæn, vegna
þess að Drottinn halði sagt þeim
að „bíða“ eftir krafti frá hæðum.
En þurf'tu lærisveinarnir ein-
hvern sérstakan kraft?
Jesús hafði falið lærisveinun-
um það verkefni, að boða sam-
löndum sínum og öðrum þjóð-
um fagnaðarerindið um frið fyrir
Jesúm Krist. Þetta var risavaxið
verkefni, en ég vil bara aftur vísa
til 2. kafla Postulasögunnar og
hvernig Guð sjálfur starfaði
þann dag í gegnum þjóna sína.
En það, sem gerðist hinn
fyrsta hvítasunnudag, þegar
lærisveinarnir meðtóku Heilag-
an anda, var ekki bara bundið
við þann cina dag, heldur er það
nokkuð, sem hefur verið fyrir
alla kristna menn í gegnum allar
aldir og cr cnn. En hver er kenn-
ing Hvítasunnumanna? ,, Yður
her að endurfæöast,“ sagði Jesús
við Nikódemus ráðherra forð-
um. „Sjá hér er vatn, hvað haml-
ar mér að skírast“, spurði hirð-
maðurinn Filippus trúboða í
Postulasögunni 8. kafia. Filipp-
us sagði: „Ef þú trúir af öHu
hjarta, er það heimilt,“ - og þeir
stigu háðir niður í vatnið, Fil-
ippus og hirðmaðurinn, og hann
skírði hann. “
Hinn fyrsta hvítasunnudag
flutti Pétur þennan boðskap:
„Og þér munuð öðlast gjöf
Heilags anda, því yður er ætlað
fyrirheitið og hörnum vðar og
öllum þeim, sem i (jarlægð eru -
öllum þeim, sem Drottinn Guð
vor kallar til sín." Og Páll segir:
„Hvernig er það hræður? Þegar
þér komið saman, þá hefur hver
sitt, einn sálm, einn kenning,
einn opinberun, einn tungutal,
einn útlislun. Allt skal miða til
uppbyggingar. “
Fyrir hina svonefndu safnað-
armyndum er vitað um níu
hvítsunnutrúboða sem heim-
sóttu Akureyri. Svcinbjörg Jó-
hannsdóttir er talin hafa komið
fyrst, sennilega 1923-24 en hin
voru Signe og Eric Ericsson,
túlkur þeirra Kristín Jóna Þor-
steinsdóttir, Þórhildur og Ás-
mundur Eiríksson, Jónas Jak-
obsson. Milda Spánberg og Sig-
ntund Jacobsen. Þessir trúboðar
tóku hús á leigu kvöld og kvöld
til samkomuhalds, einnig var
komið saman í tveim heimilum
til samvcrustunda, „bænahring-
ir“ var það kallað. Þessi heimili
voru Lundargata 1 I og Oddeyr-
argata 11.