Afturelding - 01.06.1986, Síða 27

Afturelding - 01.06.1986, Síða 27
1 Mótsgestir sumarmótsins á Akureyri íjúni 1943. í Lundargötu 11 voru þær systur Guðrún og Vigdís Jónas- dætur og forcldrar þeirra, en í Oddeyrargötu 1 1 Rósa Rand- versdóttir, sem opnaði heimili sitt fyrir slíkum samverustund- um og Hvítasunnuvinum. I það hús fluttist á árinu 1935 Hólnr- fríður Guðmundsdóttir. í janúarmánuði 1936 kom til bæjarins norskur trúboði Sig- mund Jacobscn. í apríl kom annar norskur trúboði, Milda Spánberg. Samkomur voru haldnar og það, sem batt þessa vini saman og tengdi var þetta. í fyrsta lagi, voru þau frelsuð, einnig höfðu þau heyrt hinn svonefnda „Hvítasunnuboð- skap“, og fundu hið innra með sér djúpa þrá og þörf eftir krafti Guðs og fyllingu hans. Nú er komið fram í maímán- uð. 25.-30. maí komu hingað í heinrsókn T.B. Barratt, Ás- mundur Eiríksson og fleiri. Héldu þau samkomur í Kristni- boðshúsinu Zíon, sem kristni- boðskonurlánuðu. I gerðabók safnaðarins stend- ur um samkomurnar: „Áherzla var lögð á það, að frelsast algjör- lega frá syndalífinu, syndugum venjum, taka sig upp og láta skírast þiblíulegri skírn og vera viljug og fús til að lofa Drottni að gefa okkur andlega blessun í þeirri mynd, sem einkennd er með orðinu „Heilags andaskírn“ og meðfylgjandi tákn.“ Meðan heimsóknin stóð yfir tóku þrjár konur skírn í Sund- laug Akureyrar. Sá atburður vakti heilmikið umtal og áhorf- endur voru margir. 30. maí, síðasta daginn sem bræðurnir stóðu við hér í bæ, hélt Barratt biblíuleslur um nauðsyn þess að skipuleggja starfið með safnaðarmyndun. Að biblíulestrinum loknum bað Barratt þá að verða eftir sem fannst rétt að koma biblíulegu fyrirkomulagi á starfið. Voru þá nokkrir eftir. Þegar um forstöðu- mannsembættið var að ræða, komust viðstaddir á eitt unr að kjósa Sigmund Jacobsen trúboða frá Noregi, sem hér hafði þegar starfað í nokkra mánuði, sér að forstöðumanni. Var hann þar á eftir settur inn í embættið með handayfirlagningu bræðranna: Barratt, Nordby, Ásmundar, Ericson og Jónasar Jakobssonar. Hér á eftir fylgja nöfn þeirra, sem gengu inn í söfnuðinn á þessari fyrstu safnaðarsamkomu. Sigmund Jacobsen frá Noregi,

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.