Afturelding - 01.06.1986, Qupperneq 28
læg og trúarföst systir inn í
samfélagið, Rósa Randversdótt-
ir. Hafði hún áður tekið skírn
samkvæmt Biblíukenningunni
og var hún því boðin vclkomin
til samfélags, baráttu og sigurs.
Er lengra leið á sumarið létu
Stefán Ásgrímsson og kona hans
Jensey skrásetja sig til samfélags
hjá okkur. 22. ágúst var hátíðis-
dagur i söfnuðinum og tilefnið
var að trúboðarnir Milda og Sig-
mund gengu í hjónaband og
hafði nú söfnuðurinn eignast
sína fyrstu forstöðumannskonu.
15.-25. október var Biblíu-
skóli haldinn og var vel sóttur,
milli 20-25 aðkomandi sóttu
skólann og var þetta fyrsta mót
Hvítasunnumanna norðanlands.
Innlendir og erlendir trúboðar
tóku þátt í fræðslunni þessa
daga, meðal annarra Erik Aasbö.
Þessa októberdaga tóku fjögur
systkini skírn og gengu í söfnuð-
inn, Elsa Gústafsson og Sigur-
laug Sigurðardóltir, Siglufirði,
Arndís Kristjánsdóttir, Fnjóska-
dal og Árni Árnason, Akurcyri.
í árslok var meðlimatalan
tuttugu og sjö. Eins og fyrr er
getið hófst strax á fyrsta ári
sunnudagaskólastarf, börnin
voru dugleg að koma og um ára-
mót voru skrásett milli níutíu og
hundrað börn.
Fjórir forstöðumenn hafa
þjónað í söfnuðinum. Sigmund
Jacobsen, frá 1936-1943, Nils
Ramselius, sænskur maður, sem
áður var þjónandi prestur í Sví-
þjóð, hann var frá 1943-1946.
Jóhann Pálsson var forstöðu-
niaður í 35 ár, frá 1946-1981.
Forstöðumaður safnaðarins í
dag er Vörður L. Traustason,
kona hans er Ester Jacobsen og
er hún dóttir fyrstu forstöðu-
mannshjónanna Mildu og Sig-
mund. Forstöðumannskonurnar
Gyða Rantselius og Hulda Sig-
Einar Gíslason með börmun við barnaheimilið á Hjalteyri.
Milda Spánberg frá Noregi, Sig-
ríður Freysteinsdóttir, Glerár-
þorpi. Vigdís, Guðrún og Jón
Jónasbörn, Hólml'ríður Guð-
mundsdóttir, Guðrún Sæmunds-
dóttir, Jón Stelánsson, öll á
Akureyri. Kristjana Vigfúsdóttir
og Jóhanna Ögmundsdóttir frá
Sauðárkróki. Að auki voru inn-
rituð sjö systkini frá Norðfirði
sem tekið höfðu niðurdýfingar-
skírn sama vor fyriraustan.
í næstu viku á eftir lá leiðin
aftur upp í sundlaug og skírði
Signtund þar tvær systur. Jónínu
Guðmundsdóttur, sem hafði
verið frelsuð í mörg ár og Lovísu
Árnadóttur sem hafði frelsast
nokkru áður en starfið hófst.
Sköinmu síðar gekk enn ein ein-