Afturelding - 01.06.1986, Síða 30

Afturelding - 01.06.1986, Síða 30
Hólmfríður Guðmundsdóttir Ætli þetta sé Hvítasunnufólk? Mig langar til í þessum grein- arstúfað segja frá því, hvernig ég komst í kynni við Hvítasunnu- hreyfinguna. Mér barst í hendur kristilegt rit eftir Arthur Gook trúboða, sem þá bjó á Akureyri, það hét: ,,Hið sigurscela líf". Þctta rit notaði Guð, til þess að ég frelsaðist, þá 17 ára. Ég átti heima í sveit, ásamt foreldrum mínum ogsystkinum. Eftir tvö ár fékk ég löngun til að fara til Reykjavíkur. Ég fékk vist á góðu heimili í borginni. Daginn eftir, að ég kom til Reykjavikur, fór ég á helgunarsamkomu hjá Hjálp- ræðishcrnum. Það var fyrsta kristilega samkoman sem ég kom á, en til kirkju hafði ég auð- vitað farið heima í sveitinni. Skömmu eftir að ég byrjaði í vistinni, var hafið kristilegt starf á Njálsgötu I, það var stutt frá þeim stað, sem ég var. Ármann Eyjólfsson stóð fyrir þessu starl'i, seinna fékk það nafnið Heimatrúboð leikmanna. Ég sótti mikið samkomur þar þennan vetur. Mér f'annst mjög ánægjulegt, að hafa tækifæri, til þess að sækja kristilegar samkomur. Það var eitt kvöld, þegar samkom- unni var lokið á Njálsgötu 1, og samkomugestir voru að fara, ég man að við vorum nokkuð mörg í forstofunni. Þá víkursérað mér maður sem ég bar ekki kennsl á, hann segir við mig, eitthvað á þá leið: „Ég vil hjálpa þér áfram andlega." Hann bauð mér að koma heim til sín, sagði mér hvar það væri. Ég gerði það. Hann las eitt- hvað úr Guðs Orði, ég man ekki hvað það var, svo bað hann bæn. Svo tekur hann til eitthvað af kristilegu lesefni og gefur mér. Auðvitað þakkaði ég fyrir mig og gekk mína leið. Ég man eftir þrennu af þessu lesefni, eitt var söngbók KFUM og K, annað var Jólakveðja frá dönskum sunnudagaskólabörn- um til íslenzkra barna. Ég mundi eftir þessu blaði frá því að ég var krakki, presturinn út- býtti því til barnanna. Það þriðja var rit, sem heitir ,,Tapað og uppbœtt" og er aftir Aimee Semple McPherson, sem var bandarísk kona. Hún segir frá því, að hún f'relsaðist 17 ára að aldri og bjó úli á landsbyggð. Jesús skírði hana í Heilögum anda, og kallaði hana í þjónustu fyrir sig. Þetta rit talar svo ntikið um Heilagan anda og einnig um miklar vakningar, það var fram- andi fyrir mig að lesa um skírn í Heilögum anda, Ég hafði engan heyrt tala um þetta, Guð gaf mér náð, til þess að skilja þetta strax, og ég fann að þetta var eitthvað fyrir mig. Ég fór að biðja Jesúm, að skíra mig í Heilögum anda. Þetta voru mín fyrstu kynni af Hvítasunnuhreyfingunni. Ég fór heim um vorið og ritið mitt hafði ég með mér. Ég las það oft. Það kom eitt sinn í huga minn, þegar ég var heima á sveitaheimilinu mínu. Væri nú til Hvítasunnul'ólk á þessu landi, þá vildi ég komast í samband við það. Þá fór ég að biðja Guð, að svo mætti verða. Ég man ekki hvað lengi, ég haf'ði beðið þessa bæn. Eitt sinn var ég að lesa í blaði, þá er þar minnst á fulltrúa Betel- safnaðarins í Vestmannaeyjum. Ég hafði aldrei hcyrt þennan söfnuð nefndan. Þegar ég las þetta, var sem eldlegri hugsun slægi niður í hjarta mitt: Ætli þetta sé Hvítasunnufólk? Hugs- unin vék ekki frá mér. Ég skrifa þessum fulltrúa. Sagði eins og var, að ntér hefði dottið í hug, að hann væri Hvítasunnumaður, og

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.