Afturelding - 01.06.1986, Síða 31

Afturelding - 01.06.1986, Síða 31
ef svo væri, þá bað ég hann að gjöra svo vel og skrifa mér. Ég vissi ckki nafn hans, götuheiti eða húsnúmer. Ég átti frænda í Vestmannaeyjum, ég skrifa hon- um, læt bréf fulltrúans innan í bréf hans og bið hann að koma því til skila. Svo beið ég með eftirvænt- ingu. Það leið ekki á löngu, þar til ég fékk bréf frá Eric og Signe Ericson trúboðshjónunum, í Vestmannaeyjum. Einnig sendu þau mér bók. sem tjallaði um það efni, sem ég þráði að fræðast um. Þarna hafði Guð, al’ sinni clsku og náð svarað bæn minni. Ég var komin í samband við Hvítasunnufólkið. Bókin, sem ég fékk heitir: „Hverju eigum við að trúa“, eftir Eric Aasbö. Það var hann, sem kom með Hvíta- sunnuhreyfinguna til Vest- mannaeyja. Bréfin frá hjónunum á ég cnn i dag, þau eru dagsett 28. apríl 1932. Þegar ég var í Reykjavík, sem var veturinn 1928-29, fannst mér mjög indælt, að geta sótt samkomur, og njóta samfélags þar. Eftir að ég kom heim og dvaldist á heim- ili mínu og naut kærlcika og um- hyggju ástvina minna, var þrá í hjarta mínu, að ég mætti vera þar sem kristileg starfsemi væri, samkomur þar sem fólki væri boðið að frelsast og ganga heils- hugar Guðs veg. Þctta mál lagði ég fram fyrir Guð í bæn, ég bað hann að ég færi ekki burt af heimili mínu, nema það væri hann sem leiddi mig. Nú er komið fram í nóvember 1933. Ég fæ bréf frá trúaðri stúlku á Akureyri, hún skrifar mér, að nú hafi komið hvítasunnutrúboðar til Akureyrar, og haft þar sam- komur og nú sé vaknaður áhugi hjá nokkrum að meðtaka skírn í Heilögum anda. Þegar ég les þetta bréf, hugsa ég: Nú væri gaman að fara til Akureyrar. Litlu seinna segir bróðir minn: ,,Nú á Esjan að fara austur um land í vikunni." Þegar hann seg- ir þetla, kemur snögglega hugs- un í hjarta mitt. Nú ætti ég að fara til Akureyrar og vera eina „Esjuferð", — það var hálfur mánuður. Ég hal'ði ekki frið né ró, nenia tala um þetta við móð- ur mína, henni og öðru heimilis- fólki fannst ekkert athugavert við það. Morguninn eftir lagði ég af stað til Hvammstanga og gisti þar, þaðan tók ég l'ar með skip- inu. Um nóttina vakna ég klukk- an 4, þá skeði nokkuð, ég heyrði ekkert með mínum líkamlegu eyrum, en hið innra hljómaði þessi setning, svo fullkomlega ákveðin, að það var ekki um að villast: Nú ert þú alfarin að heiman. Það var l'riður og öryggi í hjarta mínu yfir þessu. Enginn á Akureyri vissi að ég kæmi, ég var með lítið af pening- um í buddunni, og ég var ekki frísk. Hafði haft liðagigt af og til á fimmta ár. hún vék stundum frá mér, en náði alltaf tökum á mér aftur. Þegar ég hafði hana átti ég svo erfill með að vinna, en gat þó eilthvað gert. Eftir að ég kom lil Akureyrar, féll ég vel inn í litla hópinn, sem var vænt- andi og biðjandi. Drollinn sá um þarfirnar. Ég fékk inni hjá trúuð- um hjónum, sem áttu stóran barnahóp. Þar fékk ég bæði fæði og húsnæði, og þótt ég ætti ekki gott með að vinna, þá gat ég þó alltaf hjálpað til. 11. febrúar 1934 skírði Jesús mig í Heilögum anda, þá talaði ég tungum og lofaði Guð, einnig læknaði Jesús mig al' liðagigt- inni. 1 Postulasögunni 1:8 segir Jes- ús við lærisveina sína: ,,En þér munuð öðkisi kraft, er Heilagur Ancii kemur yfir yður, og þér mumtð verða vottar minir." í Postulasögunni 2:1-4 segir frá því, þegar Jesús uppfyllti fyrir- heitið. Þá urðu lærisveinarnir fullir af Heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og Andinn gaf þeirn að mæla. Mér óx djörfung og styrkur eftir Andaskírnina. Þegar ég var heima í sveitinni, fannst mér að ég ætti að útbreiða kristilegt les- efni. en brast djörfung til að gera það, svo vesöl var ég. Eftir að ég meðtók Andaskírnina fannst mér yndislegt að ganga frá dyr- um til dyra með Biblíur og mjög gott kristilegl lesefni. í ritinu „Tapað og uppbœtt", er varað við því að álíta að allt sé fengið. þó skírn Andans sé náð. En nauðsynlegt sé, að framganga í Andanum og eignast í líf sitt ávexti og náðargjafir Heilags anda. Guð hjálpi okkur öllum til þess. Þegar Hvítasunnusöfnuður- inn var stofnaður hér á Akureyri 1936 gekk ég í hann. Ég hefi mikið að þakka og lofa Guð fyr- ir, alla hans óverðskulduðu náð og miskunn við mig. En ég óska að mér hefði tekist betur að þjóna Frelsara mínum og vera Ijós fyrir hann. Hólmfriður Guðmundsdóttir.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.