Afturelding - 01.06.1986, Side 40

Afturelding - 01.06.1986, Side 40
„Einsog englahersveitir íkringum okkur.. Viðtal við Þórhildi Jóhannesdóttur Þörhildur og Asmundur Eiríksson vora forstöðwnanns- hjón i Filadelfiu, Reykjavík frá 1949 ogtil 1970. Enn idagtekur Þórhildur virkan þátt í starfi safnaðarins og er brennandi aj áhuga umframgang hans. Þungi þjónustunnar lá á herð- um Asmundar, en hann átti traustan bakhjarl og meðhjálp i Þórhildi. Hún stóð fyrir heimili þeirra með reisn og myndar- skap. Það er ekki ofmœlt að kafftborðið hennar Þórhildar hqft verið gestum og gangandi andlegt og veraldlegt ncegtaborð. Húnfann hlutverk sitt í að veita þá umhyggju, sem mörgttm hef- ur reynst gott vegarnesti á trúar- göngunni. I eftirfarandi viðtali var Þór- hildur beðin ttm að rifja upp minnisstœða tíma úr safnaðar- starftnu. Þú ert einn af stofnendum Fíladelfíusafnaðarins í Reykja- vík, viltu segja okkur frá því. — Já, ég er ein af stofnend- unum, en því miður var ég ekki viðstödd stofnsamkomu safnað- arins í Varðarhúsinu, því ég var á Akureyri. En ég var innrituð allt frá upphafi. Ásinundur minn fór ásamt Sigmund Jacob- sen austur um land og kom við á Norðfirði, þar skírðust sjö manns. Sigmund kom aftur norður cn Ásmundur liélt til Vestmannaeyja til fundar við Barratt og Nordby. Hann fylgdi þeim síðan alla leið lil Akureyr- ar. Ég var viðstödd stofnsam- komu safnaðarins á Akureyri, sem var haldin í Zion, en man ekki að greina mikið frá henni. Við vorum tólf sem mynduð- um söfnuðinn hér. T.B. Barratt átti von á að um tultugu gengju í söfnuðinn, cn þcir enduðu sem- sagt tólf. Hvenær liófuð þið Ásmundur störf í Reykjavík? — Við Ásmundur komum fyrst hingað til starfa 1945 og leystum Signe og Eric Ericson af. Þau fóru til Svíþjóðar og voru hálft annað ár í burtu frá ágúst og fram í október næsta árs.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.