Afturelding - 01.06.1986, Síða 42

Afturelding - 01.06.1986, Síða 42
Ásmundur Eiríksson: Endur- minningar frá frumdögum T.B. Barratt hefar veriö nefndar „postuli Hvílasunnu- vakningarinnar" á Noröurlönd- um, hann var frumkvöðull og gróÖursetti þá spwta sem hreyf- ingin hefur síöan vaxiö af Heimsókn hans hingað til lands var merkisathurður, þótt fáum hafi verið það Ijóst. Barratt var trúr kö'llun sinni og i heimsókn hans voru tveir nýir söfnuöir stofnaðir, Fíladélfíusöfmiðurinn í Reykjavík og Filadelfíusöfnuð- urinn á Akureyri. Ásmundur heitinn Eiríksson, forstöðumaður og ritstjóri, fylgdi T.B. Barratt og Birger Nordhy um ísland 1936. Hann greinir frá ferðinni í Aftureldingu 4. tbl. 1936 og segir frekar frá henni í endurminningum sinum. „Skyggnst um qfskapabrún", 3. hindi (Reykjavik 1976). Hér fara á eftir þcettir úr frásögnum Ás- mundar, fyrst úr Aftureldingu 1936: „Eins og getið var um í síðasta blaði Af'tureldingar, þá kom Pastor T.B. Barratt frá Osló liingað til landsins. Hann kom til Vestmannaeyja 4. maí, með e.s. Lyra. 1 fylgd með honum var fiðlusnillingur mikill, Birger Nordby að nafni. Nordby er verksmiðjueigandi í Osló, og meðlimur í hvítasunnusöfnuð- inum, sem Barratt veitir for- stöðu. I Vestmannaeyjum dvöldu þeir vikutíma, og það er óhætt að segja, að söfnuðurinn þar naut mikils af komu þeirra. í uppfræðslu Barratts mætti mað- ur fræðimanninum, sem orðinn er lærisveinn Himnaríkis og ber nýtt og gamalt fram úr Ijársjóði sínum. Matt. 13:52. Þegar með- almennirnir tala, og þeir, sem tæplega eru það, þá eiga þeir nóg með að seðja þá, sem textinn miðast sérstaklega við, þar eð boðskapurinn verður oft svo einhliða. Annað hvort er ein- göngu talað til Guðs barna, og þá fá hinir vantrúuðu ekkert, eða það er eingöngu talað til vantrúaðra, og þá fá Guðs börn ekkert. En hér hrukku molar svo yfrið nóg af borðum fram, að jafnvel þeir söddust, sem ætla mátti að fjarstir sætu gagnvart þessu eða hinu umtalsefninu. Hljóðfærasláttur þeirra bræðr- anna var prýðilegur að sögn dómbærra manna. Barratt sat við orgelið eða píanóið og Nordby stóð með fiðluna og þannig stilltu þeir saman ágæti hljóðfæranna og hæfileika sinna og tilheyrendur nutu mikils. Þess á milli lék Nordby á fiðl- una, eina saman, mörg aðdáan- lega fögurstykki. Ágætlega dóm- bærir menn á hljómlist, sem heyrðu fiðluspil Nordbys, sögðu oft við mig, að þeir hefðu aldrei heyrtjafn vel lcikiðá fiðlu. í för með þeim frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur og norður um land, bættust Eric Ericson og undirritaður. í Reykjavík var viðdvölin rétt um viku. Samkomur voru ein og tvær á degi hverjum. Sunnudag- inn, sem við vorurn í Reykjavík flutti Barratl erindi, sem hann

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.