Afturelding - 01.06.1986, Síða 43

Afturelding - 01.06.1986, Síða 43
T.B. Barratt. kallaði: „Endurreisn frumkristn- innar“. Erindið flutti hann í samkomuhúsinu ,,Iðnó“ og bauð sérstaklega: prestum, stúd- entum og menntamönnum yfir- leitt, útlendum Norðurlandabú- um, svo og öllum öðrum, eftir því sem rúm leylði. Samkoma þessi var fjölmennust. Ræðu- maður dró upp ljósa og skýra mynd af frumkristninni og sýndi tilheyrendum sínum hvernig hún hefði verið. Mál sitt staðfesti hann með óyggjandi rökum, sem hann fletti upp og las úr Guðs Orði. Þótt einhver hefði viljað segja sem svo að frumkristnin hefði ekki verið eins og henni var þarna lýst, þá hefði sú hugs- un verið slegin vægðarlaust út í veður og vind með sönnunum á sannanir ofan, sem skrifaðar stóðu og lesnar voru upp úr Ritningunni. Á öllum undan- förnum samkomum hafði ræðu- maður hvatt tilheyrendur sína mjög eindregið til þess að koma með Biblíur á samkomurnar, til þess að allir gætu gengið úr skugga um hvort hann flytti það, sem væri ' samkvæmt því, sem skrifað stæði eða ekki. Aftur og aftur minnti hann á fyrirmynd- ina, sem okkur væri gefin í Post- ulasögunni 17, þegar mennirnir í Bcröu rannsökuðu daglega rilningarnar til þess að vita, hvort það sem Páll flutti þeim væri samkvæmt þeim eða ekki. Þannig sagði Barratt, að trúað fólk ætti að haga sér gagnyart öllum predíkurum. Enga predík- ara hefi ég heyrt leggja 'eins mikla áherslu á það. við tilheyr- endur sína að taka ekki á móti því, sem hann segði. nema að hafa prófað það eftir Guðs Orði fyrst. Þetta var svo áberandi, að það hlaut að vekja þá hugsun, þannig getur sá einn talað, sem er viss um réttmæti síns málstað- ar. Síðasta daginn, sem verið var í Reykjavík, áður en farið var norður um land, lá það fyrir, að mynda söfnuð með því fólki, sem eingöngu vildi hafa ritning- una að mælisnúru lífs síns og samfélags. Það er fyrsti Hvíta- sunnusöfnuðurinn í Reykjavík.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.