Afturelding - 01.06.1986, Side 45

Afturelding - 01.06.1986, Side 45
 Fyrir utan Iðnó 1936. F.v.: Gunnar Jóhannsson, Birger Nordby, Martin Mathiesen, Guðrún Magn- úsdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Kristín Sæmunds,T.B. Barratt, Frú Mathiesen, Ólöf Einarsdóttir, Sigrid Ásgeirsson, óþekkt, Frú Mathilde Kristjánsson, Árnína, Málfríður Gísladóttir, Ásmundur Ei- ríksson, Sæmundur Sigfússon. Fíladelfíusöfnuðurinn í Reykjavík stofnaður Það var góð aðsókn að sam- komum Barratts, bæði í Reykja- vík og annars staðar, sem hann predíkaði. í samtölum við okkur Erik, hreyfði hann því, hvað það væri þýðingarmikið að geta haf- ið starf í Reykjavík. „Það má ekki dragast lcngi að það verði gert í höfuðstað landsins," sagði hann. Þessi hugsun hafði lengi verið búin að vaka í huga Erik- sons. Brýning Barratts verkaði þvi eins og skíði á eldinn. Einn góðveðurs morgun. gengum við Erik út úr borginni og ræddum málið frá mörgum hliðum. Báðir vorum við svo bundnir við starfið á þeim stöð- um, sem við vorum, að okkur lannst þetta meiri erfiðleikum bundið, en það var lljótt á litið. Eftir drjúglangt samtal, segir Erik: „Ásmundur, viltu ekki ganga inn í þetta verk nú með það sama? Ég skal koma annað slag- ið frá Eyjum til að hjálpa þér.“ „Nei, Erik það er einkenni þess, að þú eigir að byrja starf í Reykjavík, en ekki ég, að þú ert búinn að hafa neyð í hjarta þínu fyrir Reykjavík langan tíma. Hitt gæti kannski komið til mála, að ég tæki við af þér einhvern tíma seinna. Verði mögulegt fyrir mig, skal ég koma til Vest- mannaeyja, næsta haust og verða þar yfir veturinn, ef söfnuðurinn óskar þess. Yfir sumarið get ég þá starfað fyrir norðan.“ Hann féllst á þetta, og þar með fannst okkur lausnin vera komin. Síðan gengum við heim til Barratts og sögðum honum, hvað við værum orðnir sanrmála um. Hann var glaður yfír þess- um málalokum. Nú var það ákveðið, að á næstu samkomu, sem búizt var við að yrði sú síðasta, sem Barratl hefði í Reykjavík, að þeir yrðu beðnir að stanza eftir vakn- ingarsamkomuna, sem hefðu trú fyrir því að stofna þiblíulegan söfnuð. Nálega 20 manns varð eftir, þegar aðal samkoman var úti. Þegar Barratt hafði reifað mál- ið nokkuð í eftirsamkomunni, bað hann þá að rétta upp hönd, sem vildu að nú þegar yrði stofn- aður söfnuður. Nú rýrnaði hóp- urinn nokkuð. Allmargir stóðu upp og gengu út. Þar af voru nokkrir, sem Barratt var orðin málkunnugur og bjóst við að stæðu ákveðnir strax í byrjun.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.