Afturelding - 01.06.1986, Page 50

Afturelding - 01.06.1986, Page 50
Framhaldssagan Mari Lornér Aftur til lífsins VII. hluti 26. maí 1983 Læknarnir hafa þcgar lýst því yfir að ég sé heilbrigð. Nú finnst mér líka að ég sé að verða hraust. Það lá við að ég fengi aftur áfall við að frétta að ég myndi ekki deyja! Ég fann að ég þurfti tíma til að venjast þessari nýju stöðu mála, aðlagast því sálrænt. Ég þurfti að komast til baka á upphafsreitinn, áður en ég veikt- ist. En það varekki hægt að snúa svo algjörlega við blaðinu, mér er það ljóst. Hafi maður staðið augliti til auglitis við dauðann einu sinni, og gert sér það full- komlega ljóst, verður maður aldrei samur á ný. Reyndar veit ég ekki hvort ég vil verða það. Veikindatíminn hefur veitt svo mörgu góðu og verðmætu inn í Iíf mitt. Þegar ég lít um öxl, yfir árið sem liðið er, freistast ég til að segja - það var þess virði! Það var spenna í loftinu, þegar ég kom aftur til gráhærða, vina- lega læknisins míns. Hann hafði niðurstöður allra rannsókna og prófana fyrir framan sig. — Þú ert án allra sjúkdóms- einkenna, sagði hann. Það finn- ast engin merki beinkrabba leng- ur! Ég horfði lengi á hann áðuren mér gafst kjarkur til að spyrja. — Læknir, er ég heilbrigð eða erég veik? Hann horfði á mig yfirvegaður og rólegur. — Þú ert heilbrigð. Ég get ekki ábyrgst framtíðina, en í dag ertu heilbrigð. Mér leið eins og ég hefði risið upp frá dauðunr. Smám saman rann þetta upp fyrir mér. Fyrir nærri ári síðan hafði ég fengið að reyna hvernig elskan mín, hann Lars, hafði komist til lífs og heilsu eftir algjört heilablóðfall. Læknarnir áttu enga skýringu á því hve fullkomlega hann náði sér, en þeir urðu að viðurkenna að hann læknaðist á örstundu og til fulls. Þeir urðu að taka úr honum hjartagangráðinn, sem hann hefði ella verið háður lil æviloka. Nú var það hlutskipti mitt að heyra lækninn yfirlýsa heilbrigði mínu. Ég gat ekki stillt mig um að spyrja: — Læknir, sagði ég. Þú ert sérfræðingur í beinkrabbantein- um, hefur þú einhverntíma lent í því áður að sjúklingur hafi orðið svona fullkomlega laus við sjúk- dómseinkenni? — Nei, aldrei áður, svaraði hann. Þú getur verið fullviss um að Almættið hefur hjálpað þér. — Eða hjálpað þér með með- höndlun þína, svaraði ég. Guð er stærri en svo að hann passi í þröngu rammana, sem

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.