Dýravinurinn - 01.01.1905, Blaðsíða 11

Dýravinurinn - 01.01.1905, Blaðsíða 11
7 »l3ahman gefur þjer aldrei sök á því«, svaraði Darjan, »og einhvei* ráð verða þeir að hafa, sem eingan eiga asnann«. Þá kvaddi öldúngurinn og fór hnugginn leið sína. Þetta sumar kom asnafárið og tíndi upp asna Darjans á rúmri viku alla saman og var svo undarlegt, að það tók úlfaldana á el'tir og kom hvergi nema til Darjans. En þegar gamli Masa, nppáhalds úlfaldi föður hans var lagstur, varð karltetrið hann Baldúr gamli að þurka tárin úr augunum á sjer; en Darjan sagði ekki annað en það, að hann hefði þó ekki getað von- ast eftir að úlfalda g'reyið yrði eilífur. Og þegar að Djekúnar að norðan rændu allri hjörð lians eins og hún var og rakkanum og mönnunum með, þá sagði Darjan Jietta eitt: »Okkur ætlar ekki að verða haldsamt á kvik- fjenu hjerna«. Annað mintist hann hvorki fyr nje síðar á þann missi. Ekki bar á því næsta veturinn að Darjan gæíi sig meira að kúnni en fyr þó hún væri nú eina lifandi skepnan eftir á heimilinu, en allir aðrir vöktu að kalla mátti yfir henni dag og nótt eins og veiku barni. Fólkið slalsl lil að gá að henni á kvöldin áður en ])að fór að hátta, og margan morgun fjekk Badúr gamli hjartslátt, þegar hann var að fara inn til hennar, af kvíðanum fyrir því, að hún lægi nú dauð líka, enda var víst einginn nema Darjan sem ekki tárfeldi morguninn sem Bald.úr gamli kom inn rauð- eygðui' al' gráti og sagði kjökrandi, að nú væri kýrin lárin líka. Darjan sagði að eins eitthvað á þá leið, svo sem við sjálfan sig, að Bahman hjarða- guði myndi þykja sneiðast um mjólkurfórnirnar, þegar bæði væri farnar geiturnar og kýrin. Heimilið skifti æði mikið svip við það að dýrin voru horfin. Þar varð tómlegra og allt eins og alvarlegra á svip hæði úti og inni, eins og gleðin og ljettlyndið væru farin burtu. Það var eins og alt fólkið hefði óyndi nema Darjan; hann sagði, að nú mundi hann þó loksins geta smalað músalaust þegar autt væri ljósið og asnahúsin, því þar væri aðalból þessara skemdar- ára, enda lánaðist honum þetta, því hann gekk svo lrá þeim, að eftir þann vetur sást þar ekkí mús. Darjan keypti tvo asna til heimagagns og flutninga um sumarið, hvorn eftir annan og síðast úlfalda, en þeir lágu allir dauðir fyrstu nóttina sem þeir voru þar lieima og sýndist fólkinu helzt ofurlitið koma á Darjan þegar úlfaldinn fór líka. Og var það þó varla svo injög skaðinn nje baginn, því asna og úlfalda nágranna sinna álti hann jafnan vísa lil hvers sem hann þurfti og þar varð eingri skepnu meint sem aðrir áltu. En annars var Darjan allur hinn sami á heimilinu og alúðlegur og greiðvikinn við ná- granna sína og gesti, og ef einhver ympraði á því við liann, að hann vant- aði svo sem ekki efnin til að kaupa sjer nógar skepnur, þá sagði hann að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.