Dýravinurinn - 01.01.1905, Blaðsíða 20
16
Og Lena kom ekki, hún var veik. Berhi varð meir undrandi en
hræddnr. Honum gat sem sagt ekki komið til hugar að Lena gæti orðið veik.
Kn hann varð að trúa þvi, og svo rauk hann eftir lækninum, en læknirinn
gerðí fátt annað en segja, að það væri barnaveiki.
Um kvöldið var Lena liðið lík.
Amma hennar tók þessu miklu betur en afi hennar. Hún hafði líka
orðið að sjá um alt þann dag, hún varð hæði að sjá um matinn handa
þeim, og sjá um hestinn. Bernl gat ekkert gert, hann var alveg utan við
sig, hann gerði ekkert annað en horfa á likið.
En lífið sigraði. Daginn eftir jarðarförina, fór Bernt í hestlnisið lil
þess að hugsa um Mínu. Hún lél í ljósi ýms fagnaðarmerki, er hún sá
húsbónda sinn, en gamli maðurinn studdi hönd á háls hestsins og grét
l>eisklega. Og þegar hann fór að hirða Mínu, þá kom það oftar en eilt sinn
fyrir, að hann varð að hætta, af því augu hans fyltust af tárum, Það voru
svo margar endurminningar hnýttar við hana.
Þegar hann heitti henni fyrir vagninn, þá lét hún óþolinmæði sína
enn þá greinilegar í ljósi. Hún sneri höfðinu heim til hússins, og' lmeggj-
aði hátt, rjett eins og hún væri að kalla á Lenu. Bernt þurfti ekki meir
— hann fór að gráta, og konan hans tók hljóðlega undir.
Að sorg hennar var ekki eins áköf og mannsins, kom af því,
að hún fann, að hún fengi bráðlega að sjá Lenu; það huggaði hana og
h'ughreysti. Og það varð. Kvöld eitt þegar Bernl kom heim, sat hún í
hægindastólnum með myndina af dóttur sinni í kjöltunni. Ilún hafði sofn-
að hinum eilífa svefni.
Hrygðin og sorgin var ekki eins áköf hjá Bernt nú, og þegar Lena
dó. Það var ekki ákafur sársauki, heldur langæ, þungbúin soi'g.
Svo ílutti Bernt út í hesthúsið. Hann svaf þar á nóttunni hjá »Mínu«
hún var líka hið eina er hann átti eftir. Hann lifði einvörðungu lýrir hana,
við hana talaði hann um dóttur sína og konuna sina, en þó einkum og sér
í lagi um Lenu, því Mína hafði langmest kynni af henni, og hafði skilið
hana bezt.
»Sérðu Mína! veiztu hvers vegna þetta er gott?« sagði hann oft við
Minu, þegar hann var hjá henni. »Hvað hefði átt að verða um Lenu mína,
þegar drottinn kallaði konuna mína til sín? Við hefðum þó ekki getað
tekið Lenu með okkur. Ekki rjett Mina! Er það ekki rétt?«
Og hun hlustaði með mestu þolinmæði á liann, og neri höfðinu við
öxlina á honum rétt eins og hún segði:
»Já! Það er salt, en eg' get fylgt þér hvert sem þú vill. Eg vil
aldrei skilja við þig«.
Á áfangastaðnum yfirgaf Bernt mjög sjaldan hestinn sinn. Félagar
hans reyndu oft til þess að iá hann með sér inn á veitingakrá eða niður í