Dýravinurinn - 01.01.1905, Blaðsíða 38
34
vetra, og sáust þó engin ellimörk á honum enn þá, þó opt væri farið illa
með hann. En hann bar það allt með þolinmæði og stillingu og ljet aldrei
neitt á sjer festa.
Húsbóndinn fór opt og einatl i kaupstaðinn og þá var Brún gamla
beitt fyrir vagninn optast nær; enginn var annar hestur þolnari til þeirra
ferða, enda veitli ekki af. Því opt varð Brúnn að híma tímum saman fyrir
utan knæpuna og liiða eptir húsbónda sínum meðan hann sat og var að fá
sjer í staupinu þar inni. Það sá alltaf á Brún, þegar hann kom úr þeim
ferðalögum; hann var venju fremur hnípinn næstu daga á eptir, ogþóglaðn-
aði lljótt yíir honum aptur.
En einu sinní sem optar fór húsbóndinn i kaupstaðinn með vinnu-
manni sínum, og það varð raunaferð fyrir Brún, þó hann væri ljettur í
skapi, þegar hann lagði á stað um morguninn. Hann rauk á með aftaka-
veður, þegar á leið daginn, — jeg man ekki eptir öllu verra veðri um æf-
ina —; það var eins og himinn og jörð ætluðu að forganga og jeg dauð-
kenndi í hrjóst um Brún, því jeg þóttist vita, að hann ætti þá ekki sjö dag-
ana sæla. Bara að bóndinn hugsaði ekki til heimferðar þá um kvöldið,
hugsaði jeg. En það var nú öðru nær. Þeir höfðu lagt á stað um miðnætti;
í ofsa veðri og húðar-rigningu, en })ó komust þeir heim undir morgun.
Og þá gafst mjer á að líta, því jeg fór út að ljúka upp fvrir þeim.
Ósköp var að sjá hvernig aumingja skepnan var til reika. Allur i
einu svitalöðri. nötrandi og' skjálfandi, með svipurákirnar eftir endilöngum
kroppnum og munnfleiður svo mikið, að blóðið rann úr munni honum!
Níðingarl hrópaði eg, niðingar hver með öðrum! hvernig hafið þið farið
með aumingja skepnuna? En bóndinn, sem var í venju fremur vondu
skapi, varpaði taumunum til vinnumannsins og gekk þegjandi inn. Yinnu-
maðurinn rak upp rokna hlátur, og vildi ekki svara i fyrstu, en loksins
leysti liann frá pokanum.
Þeir höfðu verið í kaupstaðnum og að vanda tekið sér drjúgum
í staupinu. Svo vildi húsbóndinn fyrir hvern mun komast heim til sín
um kvöldið. Allir töldu hann af því vegna óveðurs. En hann var að vanda
grobbinn og sjállbyrgingslegur, barði í borðið og sagði: »Eg skal sjma ykk-
ur, að Brúnn mínn klárar sig i hvaða veðri sem er«. Svo lögðu þeir á slað.
í fyrstu gekk bærilega og Brúnn stóð sig ágætlega móti veðrinu.
þó það væri úrhellisrigning og varla stælt fyrir stormi og svo dimt, að þeir
sáu ekki þverhandarbreidd fram, lötraði Brúnn þelta jalnt og þétt á móti
veðrinu. En alt í einu slóð hann steinkyr, svo ómögulegt var að aka hon-
um úr sporum. Þeir þóttust vita, að þeir myndu vera komnir að brúnni
á læknum, sem var orðinn að stóreflis á i rigningunni.
Þeim datt það ekki í bug, drykkjrútunum, að fara að gá að því,
hvers vegna hesturinn, sem annars var svo viljugur, bærðist ekki úr spor-