Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 23

Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 23
19 Tveir menn voru uppi á svölum við hliðina á innganginum, og veittu honum athygli, en hann hvorki sá né heyrði. Hann leit ekki afhestinum, hann horfði stíft en þó órótt á hann. Hann var dauðhræddur við, að þetta væru alt missýningar sem hyrfu á næsta augnabliki. En nei hann hreyfði sig, hann rétti upp höfuðið alveg eins og Mína hafði gert. í hverju smáatriði var hesturinn alveg eins og trygga hryssan hans. Hægt — gætilega, eins og hann væri enn þá hræddur um, að þetta væri að eins draumur, fór hann inn l'yrir hliðið. Pað brann eldur úr aug- um hans. Hann hélt niðri í sér andanum, og haðaði út höndunum og nálg- aðist svo skref fyrir skref. »Mína! . . . Mina! . . .» hvíslaði hann eins og hálfhræddur og skjálf- raddaður. Mjög hægt og varlega, rétt eins og hesturinn mundi annars ílýja, hann, klappaði hann honum á makkann, og »Mína! Mína! . .« sagði hann á ný, hægt og hvíslandi. En svo gat hann ekki setið á sér lengur, tilfinningarnar háru hann ofurliði. Hann vafði höndunum um makkann á hestinum, þrýsti sér upp að brjóstunum á honum og lor að hágráta. En jafnframt mátti heyra þetta eina orð: »Mína!« . . . Það var eins og allar hinar blíðu og viðkvæmu til- finningar gamla mannsins með ómótstæðilegu aíli kæmu í ljós í þessu eína orði. Það var með talsverðu mistrausti að mennirnir, sem voru uppi á svölunum, tóku fyrst eftir Bernt, en mistraustið hvarf, og feikna undrun kom í staðinn. Hin ákafa sorg gamla mannsins hafði ósjálfrátt gripið þá. Þeir fundu það ljóst, að hún hlaut að stafa af einhverjum mikilvægum á- stæðum. Þeir gengu hægt til hans, og sá þeirra, er var eldri, studdi hönd á öxl Bernts. »Hvað gengur að yður, gamli maður?« spurði hann alvarlega en ekki óvingjarnlega. Bernt snéri sér við. Nú fyrst datt honum í hug, að hann hefði eig- inlega ekkert að gera þar sem hann var. Hann þurkaði sér um augun með hendinni og sagði stamandi: »Æ — góði herra, þér megið ekki vera reiður við mig. Eg átli líka einu sinni hest — hann var alveg eins og þessi...........hann var drepinn fyrir mér . .. og svo kom eg hingað . . . «. »Hver eruð þér þá« spurði maðurinn, sem þótti þetta grunsamlegt, og hélt jafnvel að hann væri að tala við geðveikan mann. »Eg er ekill, kæri herra«. »Ekill? Og þér þykist hafa áll annað eins gæðadýr? Þér haíiðvíst óráð maður minn«. »Ónei, eg nýt skynseminnar« sagði Bernt og hrosti angurblítt. »Eg keypti Minu á uppboði í Tattersall, Hún hafði fengið meiðsli i annan apt- urfótinn«,

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.