Dýravinurinn - 01.01.1905, Blaðsíða 12

Dýravinurinn - 01.01.1905, Blaðsíða 12
8 eins, að hanli væri hálf óheppinn nieð fjenaðareign, en hefði það sem hanri þyrfti fyrir sig og sína af uppskerunni sinni og þó heldni' afgáng og þetta gat hann sagt með sanni. En Badúr gamli þóttist nú samt sjá, að þessi tómleiki og það, að sjá al- drei lifandi skepnu hjá sjer lá alls ekki svo ljett á Darjan sem hann vildi láta öðrum sýnast, og þóttist hann marka það á ýmsu þó smátt væri. Það var eill fyrir sig um veturinn eftir að allt var dautt, þá varð honum að spyrja að því einu sinni, eins og i ógáti, hvar kötturinn væri. Og þegar einhver svaraði því, að hann væri horfinn og hefði víst lagst út, þegar allar mýsnar voru dauðar, þá hló Darjan reyndar, en það var ekki hans gamli skæri hlátur og aldrei hafði hann fyr á ævinni spurt eftir kisu. Eins sá hann að Darjan stóð oft og starði á eftir asna og úlfalda lestunum sem um fóru, svo leingi sem hann gat eygt þær og oft leingur, og nú studdist hann stund- um fram á rekuna í garði sínum til þess að hlusta á hundagelt einhvers- staðar Iángt i burtu, þó hvorki sæist hundarnir nje mennirnir. Svo var hann líka farinn að taka eftir fuglunum og spyrja um nöfn á þeim. Eins leit hann öðrum augum lil asna nágranna sinna þegar hann fjekk þá ljeða nú, og hlífnari var hann við þá nú en hann hafði verið forðum, þó hann ljeti sem minst á því bera. Gamli maðurinn var hjer nærfærinn sem oftar um það, hvernig Darjan leið, því honum varð þessi tómleiki á heimilinu eingu geðfeldari en hinum þegar fram i sótti, og honum fanst eins og sjálf náttúran hefði mist eitthvað af gleði sinni og hlýleik, svo að stundum gat jafnvel komið að hon- um óelja og leiðindi við vinnu hans i garðinum, sem alltaf hafði verið hans yndi og þetta lór síversnandi. Fjórða vorið eftir a. geiturnar hurfu, var Darjan orðinn sárþreyttur á þessu og fastrjeð að fá sjer einhverja skepnu til reynslu, eina, þó ekki væri meira, og hafði hann þó leingi verið að streitast móti þeirri hugsun, að þetta væri af því, að hann vantaði eitthvert dýr til að hafa hjá sjer, en nú gat hann ekki eirt leingur. Hann kom þvi einu sinni heim með sjer um vorið með tvævetran asna ljómandi fallegan. Hann var ljósgrár og gljáði á hann allan eins og silki og augun svo hrein og blíð eins og í barni. Alt fólkið þusti utan um hann til að skoða hann og klappa honum ogstóð þar svo fegið og undrandi eins og einginn hefði sjeð þar asna fyr. Það var eins og stórhátíð væri runnin upp eða sumardagur hefði komið í vetrar- hörkum. Þarvarkomið hvert mannsbarn og eins og allir yrðu þá að börn- um. Hann þorði þó ekki að fara með hann heim á bæinn, en fór með hann, þegar allir voru búnir að skoða hann vel, suður í hvammana og skildi hann þar eftir í góðu geingi hjá folaldsösnu nágranna síns og ætlaði brátt að ná sjer í tleiri ef þessi lánaðist. Enrólegurvar hann ekki, og síðast um kvöldið fór hann og vitjaði um asnann, og leið honum þá prýðilega, en þegar hann vitjaði hans með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.