Dýravinurinn - 01.01.1905, Síða 28

Dýravinurinn - 01.01.1905, Síða 28
Nafnarnir. Þýdil smásaga eftir M. G. Clemenceau. óttin grúfði yfir París, yfir veraldarborginni með hinum ótölu- lega grúa húsa og stræta, yfir þessu hjarta heimslífsins, þar sem menn- irnir iða fram og aftur, nótt og dag, eins og blóðagnirnar í æðum vorum. En það er sjaldan nóttábreiðu strætunum, þar er ætíð uppljómað og óstöðvandi umferð, nóttin er að eins í dimmu, mjóu götunum, þar sem eymd- in og fátæktin býr. í einni af þessum hliðargötum í úthverfum borgarinnar hafði lögreglan einmitt höndlað ílæking einn, dreng á 6. ári, sem hafði brotið það eitt, að hann gat ekki sagt lil foreldra sinna, því þau voru löngu strokin frá hon- um, nje neinna aðstandenda, því liann átti engan að. Páll litli hafði lagst fyrir á haug einum þarna í úthverfl bæjarins, hálfnötrandi af kulda og af óttanum fyrir hinu vakandi auga lögreglunnar. Því lögreglan vakir alltaf í stórborgunum. Hann var nú lagstur fyrir á haugnum og sofnaður. Snjór- inn bráðnaði smámsaman í kring um hann og utan af honum, svo hann varð gegndrepa i görmunum, sem hann var i. Likamshitinn var að smá- þverra með lífinu í aumingja krakkanum. Hann lá þarna með hálfopnum augum, þrútinn í andliti og með helbláar varir, en hendurnar króklopnar. Hann var að smákippast við eins og hann lægi í fjörbrotunum. Hann var aðframkominn, og það leið að þvi, að hann liði inn í hina miklu hvild, inn í friðinn og sæluna. En lögreglan vakir. Að visu hafði vörðurinn farið tvisvar lrarn hjá staðnum, þar sem Páll litli lá, en ekki tekið el'tir honum. af því að það var svo dimt þar í króknum. En vörðurinn kom aftur og aftur. Fótatak tveggja varðliða buldi við á steiribrúnni, því þeir fara alt af tveir saman um nætur; þeir voru að tala saman, en höfðu þó auga á hverjum fingri og gægðusl í allar áttir. Alt í einu skauzt hundur út úr myrkrinu, ýlfrandi og veinandi af örvæntingu, svo að varðliðarnir tóku þegar eftir honum, og svo skauzt liann aftur inn í skotið og lagðist, að þvi er þeim virtist, endilangur ofan á ein- hverja ræílahrúku. Það var raunar Páll litli, sem nú því nær lá í dauða- tegjunum, en hundurinn lá ofan á honum til þess að verma hann. Það var auðséð að hundurinn var vinur drengsins. Ilann Iá þarna ofan á honum smáýlfrandi og var að sleikja hann á vangan, og þegar hann sá varðliðana koma, stökk hann upp og gelti af fögnuði. Því nú þótti honum hjálpin vís. Varðliðarnir lyftu upp litla drengnum og fóru að reyna að vekja hann af þessum hættulega svefni, með því að hrista hann og reyna að koma hon-

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.