Dýravinurinn - 01.01.1905, Blaðsíða 35

Dýravinurinn - 01.01.1905, Blaðsíða 35
31 Þá datt Karen litlu alt í einu í hug, að hún þyrfti að kynnast Lottu, hljóp úl og niður á engjar, þar sem hún vissi, að hryssan mundi vera. Lotta stóð þar i hafti og draup höfði með hálfluktum augum. Hún tók ekkert eftir hinu létta iotataki harnsins að baki sér, og Karen litla ætl- aði sér að koma henni að óvörum. Alt í einu kiptist Lotta við og vaknaði, en í sömu svipan lágu barnshandleggirnir utan um hálsinn á henni og barnsmunnurinn kysti hana á flipann. Þessu athæfi hafði Lotta ekki átl að venjast siðan á æskuárun- um svo hún skildi ekki hvað um var að vera. Hún horfði inn í blá oghlíð- leg barnsaugun og heyrði mjúka rödd sem var að kjá og gæla við hana, en alt í einu smaug skilningurinn eins og hlýr sólargeisli inn i meðvitund hennar. Hún fann aftur til ástríkis þess, sem hún hafði saknað svo hit- urlega, og nú var lnin svo innilega glöð og ánægð. Það var eins og kuld- inn og harkan hráðnaði úr henni á svipstundu. Og nú fór Karen að leika sé við Lottu, því henni hafði ekki verið gei't neitt aðvart um það, hvílíkur viðsjálfsgripur hún væri og var því alveg óhrædd við hana. Hún reytti gras handa henni og lét hana eta úr lúkum sér. Hún ldappaði henni á hálsinn og klóraði henni bak við eyi að, tók svo í faxið á henni og fekk hann til að halla höfðinu, til þess að horl'a inn i augað á henni. En alt lét Lotta eftir henni, því hún var nú svo glöð og ánægð, og svona lék Ivaren sér langa stund við Lottu. Loks mundi lnin eftir því, að lnin átti fáeinamola af brjóstsykri í vasa sínum, og þá gaf hún Lottu, sem bruddi þá og þóttu þeir sýnilegt sælgæti. Það var nú langt siðan hún liafði liragðað sykur, ekki siðan i æsku sinni, og það var eins og sárar endurminningar rifjuðust upp fyrir henni. Hún lagðisf alt i einu, stundi og starði stórum og þugulum augum á barnið. En Karen litla var nú líka orðin þreytt af ærslunum og leiknum, og steikjandi sólarhitanum, svo þegar hún sá Lottu leggjast, lagðist hún lijá henni. Þá lagðist hesturinn alveg útaf, en Kara lagði liöfuðið á hálsinn á Lottu og sofnaði. Lolta fann til þessa og þorði hvorki að bæra legg né lið; bráðum luktust líka augu hennar aftur og samstundis voru nýju vinkonurnar sofnaðar. Það komst allt í uppnám heima fyrir, þegar menn söknuðu Köru íitlu, og foreldrarnir þóttust renna grun i, hvernig komið væri, þau hlupu í ofboði niður á engi. »Almáttugur!« sagði konan þegar hún sá barnið liggja hjá meinvættinu, sem hún hugði vera, en ekki varð undrun þeirra minni, þegar þau sáu, að Kara litla svaf í ró og friði á hálsinum á Lottu. Þeirri sjón gleymdu þau hjónin aldrei. Faðirinn gekk hægt og vakti barnið. Karen vissi nú ekki fyrst hvar hún var, en rankaði íljótl við sér og fór aftur að lála vel að Lottu og kysti hana á flipann. Þá ætlaði móðir liennar að þríla hana til sín í ofhoði, en malarinn sá, hvernig i öllu lá og sagði: »Nei, kona góð! lofaðn barninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.