Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 19

Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 19
15 í fyrstu kom Mínu þessi niðurlægmg mjög undarlega fyrir sjónir, en alveg eins og maðurinn getur vanið sig á hvað sem er, eins getur heslurinn það, og i sjö ár hafði Mína verið drottning allra vagnhestanna, er áðu hjá Potsdams-brúnni. Hún hafði raunar enga áslæðu til að mögla. Hún var í beztu hönd- um, því Bernt ganili var að sínu leyti mesti öðlingur. Hann var ættaður úr héraði nokkru, er var alkunnugt fyrir gott uppeldi á hestum. Það mátti jafnvel segja um hann, að hann væri aiinn upp með ágætishestum. Það var því ekki neitt undra vert, þótt hann með árunum hefði öðlast ýmsa kosti þeirra. Duglegur, réttíátur og laus við svik, og þó hann væri orðinn sextugur, þá var hann samt l'ilhraustur og óslitinn. Hann gat því verið lyrirmynd fyrir ekta berlínskan ekil, og mætti þá segja, að þeir væru betri en þeir eru sagðir. Árið 1866 ílutti lnmn úr sveitinni lil Berlínar, og tók hann þá þegar að stunda ekilsiðju sína. 1 fyrstu var hann ekill hjá manni nokkrum er leigði hesta og vagna, en smásaman tókst honum að spara svo mikið sam- an, að hann gat keypt sjer vagn sjálfur. Jafnskjótt og hann byrjaði sem sjálfstæður ekill, eignaðist hann Mínu. En hvað liann var glaður, er hann teymdi hið fagra og göfuga dýr heim til sín. Dóttir hans lifði þá, og hún sem aldrei brosti, brosti þá þegar er hún sá gleði föður sins. En hún dó skömmu síðar, hún hafði alt af haft hjarta- mein lrá því hún misti manninn við húshruna, og lét eftir sig eina dótt- ur, sem Lena hét. Lena litla ólst upp hjá ala sinum og ömmu, og hún var huggunin þeirra við dótturmissinn. Lena litla var þá að eins tjögra ára, en þó hún væri eigi eldri en það, kunni hún miklu betur en amma hennar að tala við Mínu; í því efni var hún marglalt hyggnari; en amma hennar vissi það, þó liiin vissi ekki mikið um hestana, að þeir geta verið, og eru ol't vilrari en mennirnir. Hvað Bernt gamla snerti, þá trúði hann þvi fult og fast, að Lena og hún skildu hvor aðra. Á morgnana, þegar hann gaf Minu, var Lena þar altaf að hjálpa honum til, hún var að reyna að bera vatnið, hún reitti saman hálmstráin, sem duttu niður. Svo sagði hún Mínu frá þessum gjörðum sínum, lnin hljóp kring um liana, og klappaði henni neðan á brjóstið — lengra náði hún ekki. Minu þótti líka auðsjáanlega vænt um hana, og leit til hennar og hneggjaði til hennar stundum. Þannig liðu nokkur ár. Lena var orðin svo stór, að hún gat náð upp undir hálsinn á Mínu til að klappa henni, en annars var alt eins og áður. Dag nokkurn kom Lena ekki niður í hesthúsið. »Hvar er barnið« spurði Bernt undrandi.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.