Jólabókin - 24.12.1920, Page 7

Jólabókin - 24.12.1920, Page 7
Förumaðurinn. ]ólasaga eftir Edv. Egeberg.*) Drotningin var dáin. Allur landslýður syrgði hana, því að allir höfðu elskað hana og virt, sökum mikilla mannkosta hennar og ein- stakrar ljúfmensku. Það var og kunnugt, að hún hafði haft hin beztu áhrif á mann sinn, konunginn, og í hvívetna komið fram til góðs. En sárastur var harmur konungsins sjálfs. Því að hann hafði unnað konu sinni hugástum. Og enginn vissi jafn vel og hann, hve mikils hann hafði mist. Sorgin varnaði honum svefns. Andvaka lá hann nótt eftir nótt. Og þegar hugsanirnar urðu honum um megn, reis hann úr rekkju og ráfaði fram og aftur um svefn- herbergin, hallarsalina og gangstígu hallargarðsins. Þar urðu hallarverðirnir oft varir við hann. Og á daginn reið hann eirðarlaus um víðlenda skóga og reyndi að drekkja sorg sinni í háværum veiðifaraglaumi. En ekk- ert stoðaði. Þegar hann sat að borðum, minti auða sætið á hana; og þegar hann reikaði um herbergi hennar, saknaði hann hennar við vefinn, saumaborðið, við bænabókina — já, ) Sagan er nokkuð slytl í þýðingunni.

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.