Jólabókin - 24.12.1920, Page 8

Jólabókin - 24.12.1920, Page 8
6 hvarvetna. Og það lá við, að hann þyldi ekki að sjá börnin þeirra. Andlitin mintu svo mjög á hana: skæru, bládjúpu augun stálpuðu dótturinnar, ljósa yfirbragðið drengjanna og spékopparnir í kinnum hins minsta, já, alt minti á hana og ýfði söknuð hans. Konungurinn var ógæfusamastur allra manna í landinu. Daglega dvaldi hann tímum saman hjá marmara-líkkistu drotningarinnar í grafhvelfingum dómkirkjunnar. Þar var hann þó í návist hennar, er verið hafði hamingjusól hans á lífsleiðinni, góður engill hans og ástrík móðir barnanna hans. En hvert sinn, er hann kom þaðan, var sorgin sárari og þunglyndið meira. Það var liðið að jólum. Kallarar fóru um landið með lúðrablæstri, og hvar- vetna hrópuðu þeir: »Jólin eru að ganga í garð! V/or góði herra, konungurinn, er yfirkominn af sorg. Dapur- leg munu þau verða honum, þessi jól, ef engum auðnast að mýkja sorg hans. Fyrir því eru allir kvaddir til kon- ungshallar, þeir, er á nokkurn veg má ætla að geti, með söng eður á annan hátt, eytt þunglyndi hans og vakið honum jólagleði í huga og bros á vörum. Konungleg laun mun sá hljóta, er megnar að reka úr landi þann hinn svarta sorgarfugl, ér sveimar yfir höfði konungsins.« — — Það var kominn aðfangadagur. ]ólaviðbúnaðurinn var mikill, bæði í höll og hreysi. Úr öllum löndum og landshlutum ríkisins var fólk saman* komið í konungsgarði. Hinn mikli forsalur hallarinnar var þéttskipaður alskonar aðkomu-lýð. Þar voru snjallir hljómlistarmenn og söngvarar, marg- fróðir sagnaþular og æfintýrasmiðir, fjölvísir spekingar og gamanleikafífl. — Allir vildu freista hvort takast

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.