Jólabókin - 24.12.1920, Qupperneq 12

Jólabókin - 24.12.1920, Qupperneq 12
10 Hilaríus, til þess að eg segi þér hvernig þú átt að vinna bug á sorg þinni. Skal eg nú segja þér í hverju hún er innifalin, listin sú, að lifa. Hún er sú, að hafna lífinu, sem sé venja sig frá öllu því, er erfitt veitir við að skilja. Allra augu beindust að öldungnum. Það var eins og með orðum hans færi kaldur dragsúgur um salinn, já, eins og dyrnar hefðu verið opnaðar og inn blési ískaldur skammdegis-gjóstur — eða eins og dauðinn færi þar sjálfur um salinn og legði járnkalda hönd á alt: æsku- ástir, alla drauma um upphefð og völd, alt starf að tímanlegri gæfu, alla von um frægð og ódauðlegan heiður. — — — Orð öldungsins hrutu eins og kaldir dropar af klaka- strönglum. Þú skalt ekki binda þér nein bönd tilfinninga né. ástar hér í heimi, heldur leitast við að losa þig við alt það, er varpar á mannlífið ljósi og yl, og sætta þig við hitt, sem slökkur lífið og eyðir bæði því og minningum þess. Konungurinn brást reiður við. Og það var eins og hann greiddi öldungnum höfuðhögg er hann mælti: Þú örvasa gamalmenni! Var okkur þá gefið lífið í þeim einum tilgangi, að deyja? Er ekki lífið fjársjóður, sem okkur ber að ávaxta? Er ekki lífið gjöf, — lífið, með sorgum þess og gleði? Allir litu þakkar-augum til konungsins. Þetta var sannarlega heit og heilbrigð rödd lífsins, og um Ieið rothögg á sjálfsafneitun, meinlætingu, dauða og alt það, sem var þeim þyrnar í augum. Margir ætla að svo sé, svaraði öldungurinn, jafn róleg- ur og áður. En þeim skjátlast. Eg er ekki þeirrar skoð- unar, og þú hefir leitað til mín ráða gegn sorg þinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jólabókin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.