Jólabókin - 24.12.1920, Page 26
Kona fiskimannsins.
Grimms-æfintýri.
Hallgr. Jónsson íslenzkaði.
Fiskimaður og kona hans bjuggu í fyrndinni í kofa
einum litlum, ekki langt frá sjó. Þau voru ánægð. Mað-
urinn reri á daginn og veiddi fisk á færi.
Einn dag var hann búinn að sitja lengi og hafði ekki
orðið var. En alt í einu kom eitthvað á færið hans.
Hann dró það upp, og á önglinum var fallegasti fiskur.
»Vinur minn, fiskimaður góður!« sagði fiskurinn, »sleptu
mér, gerðu það fyrir mig. Eg er raunar ekki fiskur. Eg
er kóngssonur í álögum. Eg verð þér ekki að gagni,.
því að ljúffengur er ég ekki. Kastaðu mér aftur í sjóinn
og lofaðu mér að synda burtu«.
»Sussu, sussu, þú þarft ekki að láta svona óðslega«,
sagði fiskimaðurinn. »Eg hefi ekki heim með mér fisk,
sem talar. Eg kýs fremur að sleppa honum«.
Og hann lét fiskinn síga í sjó. Hann sökk til botns.
Fiskimaðurinn sá blóðrák eftir hann í sjónum.