Jólabókin - 24.12.1920, Síða 27

Jólabókin - 24.12.1920, Síða 27
25 Maðurinn reri í land og gekk heim að kofa sínum. »Hefir þú ekkert veitt í dag, bóndi minn?« spurði kona hans. »Eg veiddi fisk, sem sagðist vera kóngssonur í álög- um«, ansaði maður hennar. »Og ég kastaði honum fyrir borð«. »Óskaðirðu þér einskis?« spurði konan. »Nei, hvers hefði eg átt að óska mér?« spurði hann aftur. »Hvers! að minsta kosti betri kofa en þetta óþokka- lega hreysi er. En sá ólánsmaður, að detta þetta ekki í hug! Hann hefði veitt þér þá bæn, sem þú hefðir beðið um. ]æja, farðu nú strax og náðu í hann. Verið getur að hann ansi þér«. Fiskimanninum var ekki um þetta , gefið. Þótti honum uppástungan all- heimskuleg. En til þess að geðjast konu sinni, gekk hann niður að sjó. Þegar hann sá, hvað dökkgrænn sjór- inn var, ætlaði hann að missa kjarkinn, en raulaði samt fyrir munni sér: „Við þig eiga vil eg tal, vinur minn í flyðrusal, aftur rak mig út til þín Isabella konan mín'*. Kom nú fiskurinn syndandi, rak höfuðið upp úr sjón- um og sagði: »Hvað viltu mér?« »Vinur minn!« sagði sjómaðurinn. »Eg veiddi þig í

x

Jólabókin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.