Jólabókin - 24.12.1920, Side 38

Jólabókin - 24.12.1920, Side 38
36 »Gryfjan er full af leðju«, mælti litla moldvarpan. »Og eg held það sjái ekki á mér«, mælti gráa kan- ínan og hló við. Síðan hljóp gráa kanínan af stað að gryfjunni og ösl- aði út í forarleðjuna. Vatnið, eins og það var nú líka þokkalegt, tók henni í höku, og alls konar illyrmi var í leðjunni. Að lokum náði hún í hendina á veslings álfin- um, rykti fast í, og kom honum heilu og höldnu upp á grasflötina, og síðan gaf hún honum bendingu um, hver væri styzta leiðin til álfheima. En áður en álfurinn legði af stað, kysti hann gráu kanínuna; hann kysti forugt nefið á henni, og hann kysti forugar tærnar á henni. Og um leið og hann kysti hana, breyttist grái liturinn í mjallahvítan lit. »]æja, eg verð nú að flýta mér heim aftur«, mælti kanínan við moldvörpuna. En ekki ætla eg að taka í löppina á þér, mín er svo forug. »Eg sé enga for«, mælti moldvarpan. »Það er eitt- hvað undarlegt við þetta. Þú ert mjallahvít«. Kanínan hló við og mælti: »Ætli það séu ekki mis- sýningar?« Þýtt úr „The Chr. Commonw.".

x

Jólabókin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.