Jólabókin - 24.12.1920, Page 44

Jólabókin - 24.12.1920, Page 44
42 er sannarlega ekki minna velsæmisbrot fólgið í móðgun- inni við listamanninn. [Ferndinand Ries: fæddur í Bonn 1784, dó í Frankfurt-am-Main 1838. Tónskáld og píanóleikari. Lærisveinn Beethovens]. V. Ómögulegir menn. Wagner og Schumann áttu ekki vel saman. Þeir lýsa hvor öðrum á þessa leið: Wagner segir um Schumann: »Hann er gæddur mikl- um tónsnillings-gáfum — en ómögulegur maður. Eg heimsótti hann þegar eg fór frá París. Talaði við hann um dvöl mína þar, um hljómlistar-ástandið í Frakk- landi og Þýzkalandi, og um bókmentir og stjórnmál. En hann sat steinþegjandi því nær heila klukkustund, eins og hann væri heyrnarlaus. Það er þreytandi að tala þannig við sjálfan sig . . . Omögulegur maður«. En Schumann farast þannig orð: »Eg hefi sjaldan hitt Wagner. Hann er víst maður greindur, og víða er hann heima. En það veður svo mikið á honum, að hann er óþolandi til lengdar«. VI. Ole Bull og „Jósef konungur". Ole Bull átti margar ágætar og dýrar fiðlur. „Jósef konungur“ hét ein uppáhalds-fiðlan hans. Það var eitt af hinum gömlu fágætu hljóðfærum eftir ítalska fiðlusmiðinn Guarnerius. (Hvert hljóðfæri hinna ítölsku fiðlusmíðameistara gengur undir sérstöku eiginnafni, eink- um þó hin dýrari). — »]ósef konungur« var fádæma gott

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.