Jólabókin - 24.12.1920, Page 45

Jólabókin - 24.12.1920, Page 45
43 hljóðfæri og talinn að minsta kosti fimtán þúsund króna virði. Það var því engin furða þó að Ðull léti sér ant um hann. Það bar til einu sinni er Bull var á hljómleika-ferða- lagi um Bandaríkin í Ameríku og fór á gufuskipi um Ohiofljót, að gufuketillinn sprakk. — Framhluti skipsins tættist í sundur og eldur kom upp í farþegarúminu. Bull vissi ekki fyr til en alt var í uppnámi og hann sjálfur blindaður af reykjarsvælu og hálf-heyrnarlaus af ópum og óhljóðum sturlaðra kvenna og barna. Nú mætti ætla að hann hefði brugðið við og farið að hjálpa vesalings mæðrunum og börnunum. En það kom honum víst ekki til hugar. Nei, — það sem fyrst og mest' reið á að bjarga, það var »]ósef konnngur« — uppáhalds-fiðlan hans! — Alt annað var honum sama um. Hann hljóp til klefa síns, þó að ógreitt væri umferð- ar, þar sem allir gangar voru íullir af reykjarsvælu, skipið tekið að sökkva, svo að alt var á floti undir þilj- um og farþegarnir æðandi á móti honum upp stigann, til þess að reyna að forða lífinu. En Bull lét engar torfærur teppa sig, fiðlunni varð að bjarga, hvað sem það kostaði. Hann komst niður í klefann, þreif fiðlukassann og hljóp svo aftur upp á þil- far. Þegar þangað kom, beit hann í hankann á kassan- um, steypti sér útbyrðis og synti til lands — með fiðl- una í munninum. Þegar hann kom upp á fljótsbakkann, var það auð- vitað hans fyrsta verk, að taka fiðluna upp úr kassan- um og skoða hana í krók og kring, til þess að ganga úr skugga um að hún væri óskemd. Hann hafði algerlega gleymt sjálfum sér og öllu, nema

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.