Jólabókin - 24.12.1920, Page 46
44
fiðlunni sinni. Svo mikils fanst honum um það vert, að
sjá borgið Guarneriusarfiðlunni, — hinum eina »]ósef
konungi«, sem til var í heiminum.
VII.
Haydn og skegghnífurinn.
Haydn gekk jafnan með þá »flugu í höfðinu«, að sér
mundi verða sýnt banatilræði.
Hann þorði því aldrei að láta raka sig, — óttaðist
það, að einn góðan veðurdag mundi skegghnífnum verða
brugðið á háls sér. —
Þegar hann var í Lundúnum 1787, bjó hann í High
Holborn, beint á móti Chancery Lane. — Þá bar það
til einn morgun, að Baud nokkur — músik-útgefandi
— leit inn til tónskáldsins, sem þá var að burðast við
að raka sig — með bitlausum hníf, eins og vant var.
»Nú skyldi eg gefa besta kvartettinn minn fyrir góðan
skegghníf!« hreytti hann út úr sér.
Baud tók hann á orðinu. Hann hljóp til herbergis
síns, sem var í sama húsi. greip bezta skegghnífinn sinn
og færði tónsnillingnum.
Haydn lét sér ekki bregða, gekk þegjandi að skrif-
borði sínu og tók handritið að nýjasta kvartettinum, sem
hann hafði samið, og rétti Baud.
Sú tónsmíð gengur enn þann dag í dag undir nafninu
„Rasiermesser“ eða »Skegghnífskvartett«.
[Franz Joseph Haydn er fæddur í Rohrau í Austurríki 1732.
Dó í Vínarborg 1809].