Jólabókin - 24.12.1920, Síða 49
47
allan daginn, og um kvöldið gat hann leikið hlutverk
sitt sæmilega.
Síðan fóru þeir félagar í leikhúsið og settust í sæti
sín í hljóðfærasveitinni; sneri hún baki að stórmenninu,
áheyrendunum, og var öllum bannað að líta í þá átt, er þeir
sátu. — Spohr hafði með sér spegil, setti hann á nótna-
stól sinn og sá þannig um allan salinn að baki sér. Úr
því hann var nú kominn í leikhúsið á annað borð, fanst
honum hann verða að njóta alls þess, er þar væri að
sjá. En brátt varð hann svo gagntekinn af því sem gjörð-
ist á leiksviðinu, að hann skeytti ekki um spegilinn og
fékk hann einum lærisveinanna..
Þessi leikhús-skemtun varð Spohr hin ánægjulegasta,
að öðru leyti en því, að þegar hann kom heim, voru
varir hans aumar og stokkbólgnar eftir áreynsluna við
hornið. Og þegar kona hans spurði hvernig á því stæði,
að hann, á þessum 'stutta tíma sem hann hefði verið að
heiman, væri orðinn eins og negri til munnsins, svaraði
hann því mjög sakleysislega, að það mundi stafa af því,
að hann hefði kyst ungu stúlkurnar í Erfurt svo afar-
mikið. — En þegar upp komst hið sanna, varð af því
hlátur mikill.
X
„Adelaide" sem átti að fara í ofninn.
Það fer ekki að jafnaði saman, að þær tónsmíðar, sem
mesta hylli hljóta hjá almenningi, séu um leið óskabörn
höfundanna — þeir hafi sjálfir verið ánægðastir með þær.
Miklu oftar er það svo, að einmitt þær tónsmíðarnar,
sem skáldin hafa varið mestum tíma til að gjöra sem