Jólabókin - 24.12.1920, Page 56

Jólabókin - 24.12.1920, Page 56
54 ferðinni. Lablache sat fastur í gatinu, og það var ekki um annað að gjöra, en að hlaupa með vagninum, hversu hart sem hann fór. Hann æpti til ökumannsins hvað eftir annað, en árangurslaust. Þeir sem til sáu, veltust um af hlátri, en ökumaðurinn nam ekki staðar fyr en við leikhúsdyrnar — og var þá Lablache nær dauða en lífi af mæði. XV. Minni. Rossini*) var bagalega minnislaus. Sérstaklega átti hann erfitt með að muna mannanöfn. Þetta minnisleysi hans varð oft orsök til aðhláturs þegar hann var á mannamótum. Það var t. d. einu sinni að hann hitti enska tónskáld- ið Bishop (1786—1855). Rossini kannaðist við andlitið og heilsaði Bishop fagnandi: »Nei, komið þér nú sælir, Mr. — —« Þó að átt hefði að drepa hann, gat hann ekki komist lengra. En til þess að sýna og sanna viní sínum að hann myndi vel hver hann var, tók Rossini að blístra lag eftir Bishop: »When the Wind blows«. Þessu var tekið með hlátri, en Bishop, sem skildi hvernig í öllu lá, tók þessari kynlegu kveðju sem virðingarmerki. Illa væru þeir farnir tónsnillingarnir, ef þeir væru yfir- leitt jafn ónæmir og minnislausir á tónsmíðar og Ros- sini var á mannanöfn. En því fer líka fjarri að svo sé. Minni þeirra margra á tónsmíðar er stófurðulegt. *) Gioachino Antonio Rossini, ítalskt tónskáld, f. í Pesaro 1792, d. í París 1868. Samdi fjölda söngleika, þar á meðal Wilhelm Tell.

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.