Jólabókin - 24.12.1920, Side 58

Jólabókin - 24.12.1920, Side 58
Ludwig van Deethoven. 1770. — 16. desember. — 1920. Sumarið 1787, þegar Mozart var í Vínarborg, í sem mestum önnum við að undirbúa söngleik sinn »Don Giovanni«, sem leika átti þá um haustið í Prag, bar svo við, að kunningi hans einn kom til hans í þeim erindum, að biðja hann að hlýða á pianóleikara einn ungan, sem komið hafði alla leið frá Bonn til Vínarborgar í þeirri von, að reyna að ná þar fótfestu sem hljómlistamaður, en Vín var um þær mundir talin »höfuðborg þýzkrar hljómlistar«, — og um leið og aðallega til þess, að hitta Mozart, ef þess va^ri kostur og fá dóm hans um hæfi- Ieika sína. Mozart hafði engan tíma aflögu, — en hann var jafnan sama ljúfmennið og gat því ekki neitað bóninni. Þessi »tilvonandi« pianósnillingur var ungur maður, í alla staði óásjálegur. Hann var stórskorinn og ófríður í andliti, með mikinn og úfinn jarpann hárlubba. Hann var í snjáðum fötum, sem fóru illa, og framkoma hans öll klunnaleg og feimnisleg. Mozart bað hann að leika eitthvað fyrir sig á hljóðfærið og skyldi hann sjálfur velja sér viðfangsefni. En lítið virtist leikur piltsins hrífa Mozart. — Mozart var að bíða þess, að verða var snillings-neistans, — og

x

Jólabókin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.