Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 7
IÐUNN Lífsviðhorf guðspehinnar. 261 sem sýnist vera uppspretta allra sýnilegra hluta, í tvö aðalöfl. Annað er æxlunarhvöt, sem neyðir einstakling- inn til að leita kynferðisfýsn sinni fullnægju með ýms- um hætti, en hitt knýr hann til að verja sig gegn um- hverfinu, sem oft vill verða honum ofurefli. I heimspeki Hindúa og Búddhatrúarmanna eru þessi tvö öfl vel þekt. Þau kallast Káma og Artha. Aflið, sem nefnist Háma eða ástríða, rekur manninn til að leita einnar fullnægjunnar eftir aðra. Vér þroskumst smátt og smátt frá hinum grófu æxlunarhvötum dýranna, og hin sama hvöt kemur þá fram í hreinni og göfugri mynd. A meðan ófullnægð ástríða býr í oss, er háð barátta hið innra og oss líður illa, af því vér höfum ekki getað fengið fullnægju. Vér eigum jafnan í þessari innri bar- áttu, hvort heldur hin óuppfylta þrá stendur í beinu sam- bandi við æxlunarhvötina, eða hún er af eitthvað göfugri toga spunnin. A meðan ástríðurnar og lífsþorstinn búa í oss, hlýtur líf vort að verða ófarsælt. Síðarnefnda aflið, Artha, gerir vart við sig í hvöt vorri til að verja oss og drotna yfir öðrum. Orðið Artha þýðir hlutur og þar af leiðandi eignir. Það eru eignir eða auðæfi, sem aðallega gera oss unt að drotna yfir öðrum. Auður er afl. Sökum hans eignumst vér heiður og titla. Sá, sem er auðugur, á ekki erftt með að Iáta aðra hlýða sér. Heimspekingar Hindúa hafa fyrir löngu fundið þriðja þáttinn í libído, sem sálargrenslan Vesturlanda hefir enn ekki komið auga á. Hann er nefndur Moksha, eða þrá eftir lausn. Þessi þrá eftir lausn vaknar ekki fyr en maðurinn hefir sigrast á hinum tveim áðurnefndu öflum: þörfinni að fullnægja girndum líkamans og drotnunar- girninni. Sá maður, sem hefir þjónað girndum sínum og uppskorið kvöl, hefir staðið á tindi metorða, en þó

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.