Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 55
IÐUNN
Stephan G. Stephansson.
Eftir Guðmund Gíslason Hagalín.
V/art mun nokkur sá, er gott skyn ber á bókmentir
og sögu íslands, ganga þess dulinn, að Stephan G.
Stephansson var eitthvert hið mesta skáld vort að fornu
og nýju og einhver hinn mesti maður, sem borinn er
með íslenzkri þjóð.
Um æfi Stephans og skáldskap hefir ritað verið all-
ýtarlega í »Iðunni«, en ritstjóra hennar finst samt vel
hæfa, að hún flytji nú, að. Stephani látnum, nokkur orð
um hann og skáldskap hans. Hefir hans verið minst í
öllum blöðum landsins, og hirði ég ekki um að rekja
annað en höfuðdrætti æfi hans. Hann fæddist 3. október
1853 á Kirkjuhóli í Skagafjarðarsýslu, og dvaldi hann
þar fyrstu sjö ár æfi sinnar. Þaðan fluttist hann með
foreldrum sínum að Syðri-Mælifellsá. Þar var hann þrjú
ár. Þaðan fluttust foreldrar hans að Víðimýrarseli. Dvaldi
hann þar hjá. þeim í sjö ár, en réðist 17 ára gamall í
vinnumensku að Mjóadal í Bárðardal. Tvítugur fór hann
með foreldrum sínum til Ameríku og bjó í Kanada til
dauðadags. Hann kvæntist 1878 frændkonu sinni, Helgu
Sigríði, og eignuðust þau mörg börn. Stephan var bóndi
og hafði jafnan ærnar annir. Lengst æfi sinnar hafði
hann lítinn bókakost. Að eins einu sinni kom hann heim
til íslands öll sín útlegðarár. Var það 1917, er ung-
mennafélögin buðu honum heim. Hann lézt í sumar.
Þess munu ekki vera mörg dæmi í sögu veraldar, að
maður, sem engrar nýtur skólamentunar og flytur alfar-