Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 81
ÍDUNN Biblía stjórnmálamanna. 335 sem virðast glæpsamir og háskalegir en leiða þó af sér velmegun og örygð. — Hvort er heppilegra, að þjóðhöfðinginn sé örlátur eða aðsjáll? Machiavelli gerir þá undir eins greinarmun á því tvennu: hvort um er að ræða mann, sem er á leið tii valda, eða mann, sem kominn er upp í valdastólinn. Þeim fyrnefnda skartar örlætið bezt; hinum er hentast að halda utan að sínu. — — Segi nú einhver, að gjafmildir valdhafar hafi komið miklu til leiðar, þá svara ég: Það er mikið undir því komið, hvað gefið er. Sé um að ræða eignir vald- hafans sjálfs eða þegna hans, er rétt að við hafa alla sparsemi. Sé það aftur á móti eignir útlendra eða her- tekinna manna, er örlætið aldrei of mikið. Því, sem ekki er þitt eða þegna þinna, getur þú ausið út tveim höndum. Það gerðu þeir Cyrus, Cæsar, Alex- ander mikli o. fl. Slíkt eykur hróður þinn. En að gefa þínar eigin eignir út um hvippinn og hvappinn er þér tíl skaða. Það er ekkert til, sem etur sig sjálft upp í Iíkum mæli og örlætið. Um leið og þú ástundar þessa dygð, missir þú getuna til að ástunda hana; þú verður fátækur og fyrirlitinn, eða — til þess að komast undan fátæktinni — ránfíkinn og hataður. — Hvort er betra fyrir valdhafann, spyr Machiavelli, að þegnarnir elski hann eða óttist? Og hann svarar: Bezt væri að þeir gerðu hvorttveggja. En þar sem þetta tvent fer sjaldan saman fullyrði ég, að hann sé miklu öruggari ef menn óttast hann, heldur en þótt þeir elski hann. Hann rökstyður það: Vér getum sagt um mennina alment, að þeir séu vanþakklátir, hviklyndir, undirförulir, gráðugir, huglausir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.